Sígarettur og vindlingar í boði í snyrtilegum glösum innan um veitingarnar

 

Við fengum foreldra fermingarbarna til að svara nokkrum spurningum um fermingardaginn sinn.

Jarl Sigurgeirsson

Fermdist 20. apríl 1980

Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn?
Eftirminnilegast var að vera með húsið fullt af gestum og allt þetta tilstand, sem mér fannst skrýtið að væri mín vegna. 

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?
Veislan var haldin heima hjá okkur á Boðaslóðinni. Troðfullt hús. Það voru kökur, allavega kransakaka og ég man eftir  snittum frá Nínu frænku, þær voru mjög góðar, eins og veitingarnar allar. Ég reyndar fékk mér ekki allt sem var í boði. Sleppti sígarettunum og vindlingunum sem nóg var af í snyrtilegum glösum innan um veitingarnar.

Hvernig voru fermingarfötin þín?
Það var ansi eftirminnilegt að versla fermingarfötin. Ég var ári yngri en fermingarsystkin mín og þar utan minnstur í mínum árgangi. Það þurfti því að sérsauma á mig fötin. Ég fór með mömmu í einhverja herrafataverslun í austurstrætinu á annarri eða þriðju hæð. Þar voru tekin mál af mér og við völdum lit og útlit. Fermingarfötin voru grá með gráu heilu peysuvesti. Ég var mjög ánægður með fötin. Ég passaði enn í fötin um ári síðar, allavega jakkann. Man að ég fór í honum á fyrstu hljómsveitaræfinguna þegar ég byrjaði minn bassaleikaraferil með hljómsveitinni Barracuda (eða hvort hún hét Barangútarnir) sem síðar fékk nafið Jersey.

Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin?
Ég fékk talsvert af peningum, eiginlega alveg ótrúlega mikið fannst mér. Svo fékk ég mjög flott armbandsúr. Hins vegar var eftirminnilegasta fermingargjöfin mín ferð til Danmerkur með foreldrum mínum. Pabbi spilaði þá með hljómsveitinni Qmen 7 og þeir fóru fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar til Fredrikshavn á vinabæjarhátíð sem þar var haldin. Ég fékk að fara með og fékk meira að segja að spila eitt lag á trompet með hljómsveitinni. Síðar um árið fékk ég síðan trompet af bestu gerð sem þá þekktist og ég spila enn á það hljóðfæri. Þó það hafi ekki verið mín eiginlega fermingargjöf, þá fékk ég trompetið þetta sama ár og er líklega einhver besta gjöf sem ég hef fengið.

Uppáhalds tónlist frá þessum tíma?
Árið 1980 kom út platan Geislavirkir með Utangarðsmönnum. Það var mikið hlustað á þá plötu og í kjölfarið fór ég að hlusta mikið á Fræbblana, Purrk Pillnik, Tappa Tíkarrass, Q4u og þessar hljómsveitir sem komu í kjölfar Utangarðsmanna. Þetta voru virkilega áhugaverðir tímar í íslenskri tónlist og mörkuðu tónlistarsmekkinn fyrir lífstíð hjá mér. 

Hvað varðar erlenda tónlist, þá var það helst ska sveitin Madness og einnig Bad manners. Hlustaði líka á Adam ant, Ultravox og svo komu Talking heads sterkir inn, hef enn miklar mætur á þeirri tónlist.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search