31.05.2020
Síðasta vikan að renna upp í Grunnskóla Vestmannaeyja
Á þriðjudaginn verður danssýning hjá 1. -5. bekk á Stakkó kl 12:00 svo er kynning á lokaverkefni hjá 10. bekk kl 17:00 í Barnaskólanum.
Skólaslitin verða með óhefðbundum hætti í ár. Nemendur mæta í stofur með umsjónakennara og fá afhendan vitnisburð. Foreldrar nemenda á yngsta stigi geta mætt með sínum börnum, en það getur verið þröngt í stofunum og erfitt að bjóða uppá 2m regluna.
