Edda Júlía Alfreðsdóttir er 28 ára eyjamær sem er með sýninguna sem er í gangi núna í Safnahúsi en henni lýkur núna eftir helgina. Fyrir þau sem vilja ekki missa af þessu þá er sýningin opin alla daga frá 10:00 – 17:00.
Ég hélt mína fyrstu listasýningu í Núllinu gallerý neðst á laugarveginum um veslunarmannahelgina. Listin mín hefur alltaf verið í frekar þungum og litlausum stíl svo ég var lengi feimin við að sýna hana. Meira að segja fjölskyldu minni. Ég var ekki alveg viss hvernig það yrði tekið í listina mína en það má segja að þessi fyrsta sýning hafi algjörlega slegið í gegn. Það mættu hátt upp í 450 manns og nær öll verkin seldust upp. Fólk var líka að sérpanta verk frá mér, segir Edda Júlía.
Hana langaði til að sýna heimafólkinu sínu hér í eyjum hvað hún væri að gera svo hún spurði Kára í Einarsstofu hvort hún gæti flutt sýninguna sína þangað þegar hún væri búin að sýna í Reykjavík. Hann tók vel í það og þau á Einarsstofu hafa sýnt henni mikinn stuðning.
Báðar sýningarnar eru með svarthvítu risaeðlu þema. En Edda Júlía hefur lengi haft mikinn áhuga á höfuðkúpum og beinagrindum. Hún hefur tekið ljósmyndir af beinum í mörg ár og var í raun búin að plana þessi verk lengi.
Á fyrri sýningu Eddu Júlíu sýndi hún allar myndirnar risaeðlubeinagrindur á hlið en á sýningunni í Einarsstofu er hún að prufa nýja hluti og teiknar beinagrindurnar í allskyns stellingum og frá mismunandi sjónarhornum.
Eftir þessar sýningar segist hún vera strax farin að skoða sali í Barcelona til að halda aðra sýningu en Edda Júlía er að hefja nám í listaháskólanum ESDI, Escola Superior de Disseny, í Barcelona núna í haust.
Hér má sjá nokkur verk eftir Eddu Júlíu: