Föstudagur 27. janúar 2023

Síðasti séns að panta persónulegar jólakúlur í dag

Marta María Vídó hefur verið að bjóða upp á að gera persónulegar jólakúlur fyrir jólin. Hægt er að fá kúlurnar í mörgum litum og einnig nafnið á kúlunni.

Vinsælt er að gefa kúlu með logo uppáhalds liðsins í boltanum. Við heyrðum í Mörtu Maríu og fengum aðeins að heyra hvernig ferlið gengi fyrir sig.

 

Hversu lengi hefuru verið að bjóða fólki að panta hjá þér jólakúlurnar?

Það var fyrir jólin í hitti fyrra (jólin 2020) sem ég gaf allri fjölskyldunni minni jólakúlu með nafninu sínu. Þetta vakti svo mikla lukku og fékk ég strax fyrirspurnir um kúlur fyrir aðra. Það var þá sem ég ákvað að bjóða fólki uppá þetta. Sem sagt þetta er annað árið sem ég býð fólki uppá jólakúlur.

 

Geturu lýst ferlinu fyrir okkur, hvernig kúlan er gerð?

Ég fæ kúlurnar til mín glærar. 

Ég lita þær að innan með glimmeri. Vinn svo nafn hvers og eins í tölvu sem ég sker síðan út á vínyl. Eftir að skurður er búin þarf ég að plokka nöfnin frá og setja á hverja kúlu. Eftir það er það frágangur á hverri kúlu fyrir sig. Á hverja kúlu set ég borða til að hengja kúluna upp. Ég afhendi allar kúlur frá mér í öskju sem er merkt með því nafni sem er á kúlunni svo þetta er mikið dútl en ég vill senda vöruna fallega frá mér. 

 

Hvað er vinsælasta kúlan sem þú ert að gera?

Ég er mikið að gera kúlur fyrir ömmur og afa. Rauða kúlan hefur verið lang vinsælust. Svo hafa Þòrs og Týs kúlur verið að seljast vel til eyja.

 

Uppáhalds kúlan? 

Hmmmm veit ekki hvað skal segja, þær eru allar í uppáhaldi en þá er kannski bara gaman að gera eitthvað svona öðruvísi og taka þátt í hápunktum hjá fólki ég hef t.d gert kúlu sem stendur á Viltu giftast mér? Fyrstu jólin mín, Einnig kynjakúlu það er strákur!. Gaman að hugsa til þess að vera hluti af svona stórum stundum. 

 

Hvaða litir eru í boði?

Ég er líklega fljótari að segja hvaða litir eru ekki í boði ég er með ansi marga liti sem ég get gert. En svona aðal litirnir hafa verið rauður, hvítur, silfur, gull, blár, grænn og bleikur svona svo ég nefni eitthvað en ég reyni að verða við óskum hjá fólki ef það er eitthvað sérstakt.

 

Hvenær er síðasti séns að panta hjá þér fyrir jólin?

Síðasti dagurinn sem ég tek við pöntunum er 10. desember.

 

Fyrir þá sem vilja panta, hvernig er best að gera það?

Ég er bæði með Facebook M. Vídó Kort og instagram M. Vídó Kort og er hægt að senda mér skilaboð þar. Einnig er ég með emailið: mvidokort@gmail.com og í síma 823-7711.

 

Ertu að bjóða upp á eitthvað fleira á síðunni þinni?

Heyrðu já ég hef boðið uppá allskonar þá aðallega úr pappír. Ég hef mikið gert af kortum, afmælis, fermingar, stúdent, skírnar og við öll önnur tilefni þá hef ég verið að gera þau persónuleg bæði eftir áhugamáli viðkomandi og einnig með nafni eða það sem fólk vill fá. Einnig hef ég gert allskyns gjafabox, nafnspjöld, veifur, kassa undir peningagjafir, fermingarkerti, kökutoppa, barmblóm og brúðarvönd. Svo það er margt hægt að gera. Ef fólk dettur eitthvað í hug þá bara reynum við að búa það til. 

Inná Facebook síðunni minni M.Vídó Kort er hægt að sjá mikið af því sem ég hef verið að gera og það er alltaf að bætast við.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is