Í dag föstudag er síðasti leikur meistaraflokks karla fyrir hátíðar, en þá fá þeir Stjörnumenn í heimsókn í Olís deildinni.
Strákarnir vilja biðla til stuðningsmanna og hvetja fólk til þess að mæta og styðja vel við bakið á þeim. Það er því um að gera að skella sér í hraðpróf í dag kl.13:00.
Þannig getur fólk mætt á leiki helgarinnar í Eyjum, en á laugardaginn leikur U-lið kvenna gegn FH kl.13:30 og svo kl.16:00 verður hinn eini sanni Stjörnuleikur, boðberi kærleiks og jóla fyrir Eyjafólk.
Bókun í hraðpróf fer fram inn á www.heilsuvera.is og tekur aðeins örfáar sekúndur að bóka.
