10.06.2020
Í dag er síðasti dagur til að skrá sig í nám á haustönnina 2020 hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Að sögn Helgu Kristínar Kolbeins, skólameistara FÍV eru komnar 70 umsóknir og þar af 23 í iðn- og starfsnám, en þetta eru 20% fleiri umsóknir nú miðað við á síðustu haustönn. Þá segir hún að tvöföldun sé á umsóknum í iðn- og starfsnám við skólann. Greint er fré þessu á eyjar.net
Fresturinn til að skrá sig í skólann rennur út á miðnætti. Skráningin er rafræn:Hér má sækja um í dagskóla. Hér má sækja um fjarnám. Skólanum vantar einnig kennara í starfsnámið og umsóknarfrestur um þær stöður rennur út 16. júni en þær eru auglýstar á Starfatorgi sem og staða skólaritara.