Föstudagur 23. febrúar 2024

Síðasta leiksýningin sem Unnur tekur þátt í

Unnur Guðgeirsdóttir er fædd 23. febrúar 1961 og er því 61 árs, hún er gift Ragnari Gíslasyni og eiga þau þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn og það þriðja er á leiðinni. Hún kláraði gaggann og fór að vinna í fiski og svo við verslunarstörf.

Síðasta sýningin sem Unnur tekur þátt í

María leikstjóri snéri upp á höndina á Unni, ekki það að hún hafi þurft að snúa mjög langt því Unnur elskar að taka smá þátt í því sem gerist á sviðinu.

Hún hefur tekið þátt í sjö leiksýningum en alltaf verið viðloðandi leikhúsið síðan 1986 eða 36 ár, og verið formaður fèlagsins síðan 2013.

Unnur á ekkert uppáhalds leikrit þau eru öll skemmtileg á sinn hátt en Sjö stelpur er það minnisstæðasta sem hún hefur tekið þátt í.

Sviðsmyndin gæti alveg eins verið út í Bjarnarey

Leikverkið sem þau erum núna að vinna er eftir Agatha Christie Ten Little Indians á frummálinu. Tíu litlir eyjapeyjar, sakamálaleikrit virkilega spennandi og skemmtilegt sem gerist á eyju sem líkja má við Bjarnarey. Unnur segir að þetta verk hafi ekki verið sett upp hér í Vestmannaeyjum, hún hefur allavega ekki vitneskju um annað.

Það sem er skemmtilegast við þetta leikrit er að það virkar eins og farsi þar sem hver einasta hreyfing og staðsetning leikarana verður að vera rétt svo það virki sem skyldi. Mér persónulega finnst það spennandi og fyndið segir Unnur.

Þau stefna á 10 sýningar og frumsýningu um páskana, Unnur segir alla eiga að njóta og fara  loksins í leikhús.

Við spurðum Unni hvað leikhúsið hefur gefið henni í gegnum árin?

Það er stór spurning segir Unnur, svo ég tali frá hjarta mínu þá er ekkert eins gefandi en að fá börn sem oftast hafa engin áhugamál koma og blómstra á sviði, opna sig fyrir áhorfendum standa teinrétt í baki og koma aftur og aftur.

Unnur segir við ykkur sem ekki hafið komið og tekið þátt í uppsetningu á leikriti:

Komið þið því þið lærið ekki bara að leika, þið lærið aga, einbeitingu, hópavinnu, framkomu, ófeimin í ræðustól og svo margt annað sem ekki er upp talið. 

Komið þið og prófið, það bítur enginn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search