Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

SG Skreytingarþjónusta

Sigrún Arna Gunnarsdóttir og Guðný Ósk Ómarsdóttir í Heimadecor eru að bjóða upp á skreytingarþjónustu ásamt ýmsu til leigu sem hentar vel í veislurnar. Við spurðum þær hvernig skreytingarþjónustan virkar.

Fyrir hverja?

Þetta er fyrir alla sem vilja létta à vinnu og stressi fyrir skreytingapartinum sem fylgir oft veislum.

Hvernig veislur?

Við tökum að okkur öll tilefni og sníðum það eftir þörfum og smekk hvers og eins.

Hvernig skreytingar eru í boði?

Það eru allskonar skreytingar í boði, blöðrubogar, dúkar, löberar, borðskraut, bakgrunnar svo eitthvað sé nefnt en ef það er eitthvað sem vantar þà reddum við því.

Eruð þið með eitthvað til leigu?

Erum með fullt af vörum til leigu. Sem dæmi þá getur þú leigt helíum álblöðru og skilar henni síðan til okkar og hugsað vel um umhverfið okkar. Einnig erum við með blöðruboga, myndaveggi og bakgrunna, borðskraut, nammibar (glerkrukkur) og photo booth. Við erum nánast með allt til leigu sem hægt er að nota aftur.

Hvað þarf að panta skreytingar með löngum fyrirvara?

Því fyrr því betra. Endilega kíkja á okkur og fà upplýsingar hvað er í boði. Því ef það eru séróskir um skraut þá er oftast hægt að redda því ef fyrirvarinn er góður.

Hvar get ég séð fleiri upplýsingar?

Við erum að klàra að leggja lokahönd à instagram síðu og græja pöntunarsíðu fyrir photo booth og leiguna. Endilega fylgist með okkur á Heimadecor miðlinum þvi við munum setja allar upplýsingar þangað inn.

Hvernig sný ég mér í því að panta skreytingarþjónustuna ykkar?

Bara endilega heyrið í okkur, skilaboð á samfélagsmiðlunum okkar, hringja í 481-2209 eða komið til okkar.

Eitthvað fleira sem þið viljið koma á framfæri?

Við mælum með að koma og skoða úrvalið hjá okkur í Heimadecor. Erum alltaf að bæta við skrautið. Við erum með allt fyrir baby shower, gæsa og steggjapartýið (mjög skemmtilegt skraut fyrir þannig partý), afmæli á hvaða aldri sem er og að sjálfsögðu brúðkaupsskrautið sem er dásamlegt og í fallegum litum.  Svo allir sem eru að plana partý eða veislu ættu að geta fundið eitthvað fyrir sína veislu.

Einnig er gaman að segja frá því að við erum í samstarfi við Leturstofuna sem getur hannað og prentað ýmislegt fyrir veisluna þína eins og boðskort, skætaskipan, nafnaspjald, matseðla, drykkjarseðla og margt fleira.

 

      

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is