25.04.2020
Hann Guðmundur Gíslason rölti upp á Heimaklett nú í kvöld og skellti einum broskalli á klettinn.
Eins og hann sagði: ef þú brosir framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig til baka. Guðmundur sagði í samtali við Tígul að þetta hafi nú bara verið gert til gamans og til að gefa öllum á Heimaey smá bros 🙂 og hann bætti við að hann hefði kannski átt að setja augun aðeins ofar en þetta skilar sínu svona.