Sendu listagjöf til ástvina

13.12.2020

Þekkir þú einhvern sem þarf á upplyftingu að halda núna fyrir jólin á þessum skrýtnu tímum?

Komdu þeim á óvart um næstu helgi með Listagjöf!

Landsþekkt listafólk kemur fram við heimili viðtakenda 19. og 20. desember með örstutta tónleika eða sýningu – í öruggri fjarlægð að sjálfsögðu.

Samtals verða allt að 750 Listagjafir í boði um land allt

Uppákomunum er dreift jafnt um landið eftir íbúafjölda og eru án endurgjalds. Verkefnið að þessu sinni er í boði íslenskra stjórnvalda.

Í frétt inn á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er greint frá því að íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar.

Verkefni þetta er unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og kemur í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra Listagjöf sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Áætlað er að hið minnsta 100 listamenn muni að þessu sinni dreifa allt að 750 listagjöfum á tugi áfangastaða um land allt.

„Fyrir marga er það ómissandi hluti af undirbúningi jólanna að njóta fjölbreyttrar menningar. Þúsundir fara á jólatónleika, upplestra eða jólaleiksýningar. Það var mér því hjartans mál að leita leiða til að miðla menningu í þessum óvenjulegu aðstæðum sem nú eru uppi. Samtakamáttur okkar Íslendinga, sköpunargleði og jólahugur kristallast í Listagjöfinni, ég vona að sem flestir njóti hennar og leyfi sér að gleðjast og gleðja aðra!“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

„Við hjá Listahátíð erum stolt og glöð yfir því að geta nú boðið upp á þetta þakkláta verkefni um land allt. Listagjöf veitir almenningi kærkomið tækifæri til þess að gleðja ástvini á einstaklega krefjandi tímum og skapar hins vegar dýrmæt atvinnutækifæri fyrir það listafólk sem hefur tekið hvað mest högg á sig í faraldrinum,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
Opnað verður fyrir gefendur að panta Listagjafir á hádegi mánudaginn 14. desember. Þær verður hægt að panta gegnum vefslóðina listagjof.listahatid.is en þar verður einnig að finna allar nánari upplýsingar.

Á næstu dögum mun bókunarsíðan gigg.is einnig fara í loftið. Hún verður vettvangur til frambúðar þar sem listamenn sem taka að sér smærri uppákomur geta komið sér á framfæri og fólk keypt þjónustu þeirra.

Nánari upplýsingar: listahatid.is

Ekki er búið að opna fyrir pantanir Listagjafa. Opnað verður fyrir Listagjafir á morgun þann 14. desember kl 12:00.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search