Þriðjudagur 25. júní 2024
Pólskur

Sendiherra og konsúll Póllands í heimsókn til Vestmannaeyja

Klaudia Wróbel, fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, hefur skipulagt komu sendiherra og konsúls Pólska sendiráðsins í Reykjavík til Eyja

Markmiðið með heimsókninni er að auka þjónustu í heimahéraði fyrir pólskættaða íbúa Vestmannaeyja.

Greinileg þörf er fyrir slíkri heimsókn þar sem allt að 20 manns skráðu sig til þess að sækja um vegabréf og leita úrlausnar annarra mála sem sendiráðið getur leyst. Sendiherrann, Gerard Pokruszyński, hefur komið nokkrum sinnum áður til Eyja, m.a. til að taka þátt í Pólskum dögum sem fram fóru í febrúar 2020 þar sem jafnframt var boðið upp á þjónustu konsúlsins. Konsúllinn sem kemur í þetta skipti er nýlega tekinn til starfa og heitir Łukasz Winny.

Föstudaginn síðastliðin var tekið á móti öllum þeim sem hafa skráð sig til að nýta sér þjónustuna í Safnahúsi Vestmannaeyja, en konsúllinn var með aðstöðu í Ingólfsstofu. Pokruszyński sendiherra er mjög hrifinn af Vestmannaeyjum og hyggst koma hingað aftur með konunni sinni sem sinnir kennslumálum pólskra barna til að ræða þau mál þegar nær dregur sumri.

Við vonum að sú þjónustu sem boðið var upp á síðastliðin föstudag sé komin til að vera í Eyjum, enda myndi slíkt einfalda líf margra einstaklinga með pólskt ríkisfang, ekki hvað síst barnafólks, sem hér hafa fest rætur á undanförnum árum.

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search