Fimmtudagur 29. september 2022

Sendiherra og konsúll Póllands í heimsókn í Eyjum

Um síðast liðna helgi komu sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński og Łukasz Winny konsúll

Þeir komu hingað til að sinna ýmis konar þjónustu við pólskættaða íbúa Vestmannaeyja. Um 20 manns nýttu sér þjónustuna og vonir standa til að heimsókn sem þessi verði að reglulegum viðburði.

Sendiherrann og konsúllinn voru mjög ánægðir með ferðina en þeir gistu eina nótt á Hótel Vestmannaeyjum, borðuðu hjá Einsa kalda og á Kránni, skoðuðu Byggðasafnið og Eldheima auk þess sem farið var með þá í útsýnisferð um Eyjuna áður en þeir héldu heim. Sendiherrann færði Bókasafni Vestmannaeyja bókagjöf og eru það að mestu barnabækur á pólsku. Við það stækkar bókakosturinn á pólsku töluvert og það er mikil eftirvænting hjá starfsfólki Bókasafnsins að koma bókunum upp í hillu og til útláns. Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og vonumst til að þessir heiðursmenn komi aftur til Eyja fyrr en seinna.

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is