Blaðamaður Tíguls hitti á litlar snúllur rölta á pósthúsið í gær. Allar voru þær með bréf í hönd sem þær voru að fara að senda til pabba síns vegna bóndadagsins sem er á morgun. Þær sögðu mér sætar og fínar hvað þær hefðu nú útbúið fyrir þá en við að sjálfsögðu upplýsum það ekki hér.
En vegna Covid þá er ekki hægt að halda hefðbundið bóndadagskaffi fyrir pabba og afa í ár og var því skellt í bréf í staðin sem við getum nú rétt ímyndað okkur að slái í gegn þegar það kemur inn um bréfalúguna.