Selaathvarfið og Mjaldraathvarfið okkar

Ég heiti Jana Sirova og vinn hjá SEA LIFE TRUST sem yfirmaður griðarstaðanna. Ég sé um Selaathvarfið í Cornish, Bretlandi og Mjaldraathvafið í Vestmannaeyjum. Selaathvarfið okkar bjargar um 60 slösuðum gráselum á hverju ári, þeir fara í endurhæfingar í athvarfinu og er síðan sleppt aftur út í náttúruna. Við erum líka með seli í langtímavistun sem ekki var hægt að sleppa vegna heilsufarsvanda og fyrir þá sem ekki geta lifað sjálfir í náttúrunni. Í Beluga Whale Sanctuary er ég mjög stolt af sérfræðiteyminu okkar, fyrir að bjarga og sleppa slösuðum lundum og öðrum smáum sjávarfuglum sem hjálpa villtum stofnum að dafna. Beluga Whale Sanctuary er fyrsta verkefnið í heiminum til að finna lausn á því að leyfa mjöldrum að dafna undir mannlegri umönnun í hálf villtu umhverfi, þar sem þeir myndu ekki lifa af ef þeim væri sleppt. Við erum svo spennt að sjá Litlu Hvít og Litlu Grá snúa aftur út í Klettsvík í sumar og halda áfram vinnunni við að hjálpa þeim að aðlagast umhverfinu sínu í Klettsvík. 

Það eru ekki allir sem vita það en Beluga Whale Sanctuary var reist af Merlin Entertainments sem framlag til SEA LIFE TRUST, sem er góðgerðarfélag, og það var gert til að flytja Litlu Hvít og Litlu Grá út úr sýningarbúri í Kína, sem Merlin rekur núna, en þau vildi finna betri lausn fyrir þessa hvali og framtíð þeirra. Merlin Entertainments hefur eytt rúmlega 7 milljónum punda til að byggja aðstöðuna í Vestmannaeyjum og afhenti SEA LIFE TRUST reksturinn sem var þó ekki gert í hagnaðarskyni. Sérhver gestur sem kemur í heimsókn, hvert selt árskort á staðnum, hver einasta smásöluvara sem keypt er hjálpar okkur núna að sjá um griðarstaðinn okkar, lundana og mjaldrana og reksturinn. Við þökkum allan þann stuðning sem við fáum og þökkum samfélagið okkar fyrir að bjóða Beluga Whale Sanctuary velkominn á eyjuna. Í staðinn sköpum við störf, kaupum vörur og búnað og færum meiri ferðaþjónustu til Eyja svo fleir fái að sjá þennan ótrúlega stað. Ég er svo þakklát fyrir að fá að starfa við hlið ótrúlegra Vestmannaeyinga og ég hlakka mikið til þessa nýja árs.

Núna erum við með opið alla daga vikunnar frá kl. 10:00-16:00. Við erum með leiðsöguferðir alla daga kl 13:15 þar sem farið er bakvið tjöldin og skoðað hvernig starfið fer fram. Og svo erum við farin að bóka í bátsferðir út í kví til mjaldrana. Það má því segja að það er nóg framundan og við erum mjög bjartsýn á sumarið. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is