Segir neikvæð PCR-próf fyrir Þjóðhátíð í skoðun

Mbl.is greinir frá því að í skoðun séu PCR-próf fyrir þjóðháðið

Rætt var við Hörð Orra:

Spurður hvort í skoðun sé sú til­laga sem hef­ur litið dags­ins ljós, að hátíðargest­ir Þjóðhátíðar þurfi að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi fyr­ir hátíðina seg­ir Hörður Orri Grett­i­son, formaður Þjóðhátíðar­nefnd­ar að verið sé að ræða mál­in.

Á upp­lýs­inga­fundi al­mann­varna í morg­un sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir það í raun stór­mál að skima alla hátíðargesti.

„Það er svaka­legt fyr­ir­tæki að fara að skima tíu til tutt­ugu þúsund manns á nokkr­um dög­um, eða á ein­um degi, fyr­ir bara þá hátíð. Það eru aðrar hátíðir í gangi líka í land­inu þannig að ég sé ekki við höf­um al­veg getu til að gera það,“ sagði Þórólf­ur.

„Menn geta nýtt sér hraðgrein­inga­próf en það þarf samt gríðarleg­an mann­skap til að sinna því.“

Hann bend­ir þá á að það sé ekki endi­lega verk­efni sem ætti að vera á veg­um sótt­varna­lækn­is en að heil­brigðis­yf­ir­völd hafi bent skipu­leggj­end­um á að skoða hvort þetta sé fram­kvæm­an­legt.

„Vissu­lega er þetta í skoðun en þarfn­ast gríðarlegr­ar skipu­lagn­ing­ar, þetta er mjög dýrt og ég er ekki viss um að það myndi tak­ast að út­færa þetta al­menni­lega með svona stutt­um fyr­ir­vara.“

„Bíða og sjá“

„Við hl­ustuðum á fund­inn, sótt­varna­lækn­ir hef­ur komið með til­lög­ur og svo á hann eft­ir að taka til­lit til annarra þannig að við erum bara að tala sam­an og bíða og sjá,“ seg­ir Hörður.

Enn er óvíst hvort af Þjóðhátíð verði en Þórólf­ur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, seg­ir að eft­ir viðburði eins og Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, þar sem þúsund­ir koma sam­an, gætu greinst hundruð eða þúsund­ir kór­ónu­veiru­smita.

Hann seg­ir ekki þurfa nema einn smitaðan ein­stak­ling til þess að koma af stað ansi mik­illi út­breiðslu veirunn­ar á viðburði eins og Þjóðhátíð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is