31.08.2020
Nú hafa saumakonurnar Sigurlaug og Erla (sem sauma brauðpokana í Vigtin Bakhús) tekið sig til og saumað fjölnota andlitsgrímur.
Allur ágóði rennur til ADHD-eyjar.
Gríman kostar 1.500 kr. og fæst í Eymundsson – bara hægt að borga með pening.
Grímurnar eru 2ja laga en það er hólf fyrir filter (kaffipoka) þannig að gríman verði 3ja laga. Það er líka vír til að aðlaga að nefinu.
Við hvetum ykkur að leggja þörfu og góðu málefni lið og í leiðinini ná ykkur í flotta og nytsamlega grímu.