Sara Renee er 19 ára ung flott söngkona sem stefnir á að fara í söngskóla erlendis. Hún er að skoða skóla og gera upp hug sinn hvaða skóla skal velja því það eru til svo mikið af flottum skólum að velja úr.
„En ég stefni auðvitað á það að fara sem allra lengst í söngnum þar sem þetta hefur verið draumur minn frá ungum aldri og vonandi ná þeir að rætast í framtíðinni“ segir Sara Renee Griffin.
Sara hefur sungið á fullt af uppákomum í Eyjum, brúðkaupum, skírnum, árshátíðum og jólahlaðborðum. Til gamans má get h er hún einmitt að syngja á jólahlaðborði hallarinnar næstu helgi þann 14.desember.
Hérna eru tvö video frá henni þetta efra er nýtt sem hún var að senda frá sér, það neðra frá því í júlí 2018