Miðvikudagur 24. júlí 2024

Sara Björk Íþróttamaður ársins 2020 – sló öll stigamet við valið

29.12.2020

Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona var útnefnd Íþróttamaður ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu RÚV í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Sara Björk hlýtur titilinn en hún var einnig kjörin Íþróttamaður ársins árið 2018.

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir vann mik­inn yf­ir­burðasig­ur í kjör­inu á íþrótta­manni árs­ins 2020 í kvöld.

Hún fékk fullt hús stiga, 600 tals­ins af 600 mögu­leg­um, en all­ir þrjá­tíu meðlim­ir Sam­taka íþróttaf­rétta­manna greiddu at­kvæði í kjör­inu og settu all­ir Söru í fyrsta sætið.

Þá er þetta stiga­met í kjör­inu en þó íþróttamaður árs­ins hafi áður verið kjör­inn ell­efu sinn­um með öll­um greidd­um at­kvæðum, síðast árið 2009, þá hafa aldrei jafn­marg­ir greitt at­kvæði í slíkri kosn­ingu.

Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu.

Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu.

Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd.

Tígull óskar Söru Björk innilega til hamingju með titilinn.

Samtök íþróttafréttamanna kusu einnig íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem Lið ársins 2020 og Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, sem Þjálfara ársins 2020.

Öll stig­in í kjör­inu eru sem hér seg­ir:

1 Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna, Wolfs­burg og Lyon – 600
2 Mart­in Her­manns­son, körfuknatt­leik­ur, Alba Berlín og Valencia – 356
3 Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leik­ur, Barcelona – 266
4 Ant­on Sveinn McKee, sund, SH og Toronto Tit­ans – 209
5 Bjarki Már Elís­son, hand­knatt­leik­ur, Lem­go – 155
6 Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, knatt­spyrna, Rosengård – 126
7 Guðni Val­ur Guðna­son, frjálsíþrótt­ir, ÍR – 106
8 Ingi­björg Sig­urðardótt­ir, knatt­spyrna, Vål­erenga – 84
9 Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna, Evert­on – 74
10 Tryggvi Snær Hlina­son, körfuknatt­leik­ur, Zaragoza – 66
11 Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, golf, Keili – 47
12 Júlí­an J.K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar, Ármanni – 23
13 Hilm­ar Örn Jóns­son, frjálsíþrótt­ir, FH – 15
14 Al­fons Samp­sted, knatt­spyrna, Bodö/​Glimt – 10
15 Ásdís Hjálms­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir, Ármanni – 8
16-17 Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son, golf, GR – 7
16-17 Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir, þríþraut, Fjölni – 7
18 Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, knatt­spyrna, AC Mil­an, Breiðabliki, Le Havre – 6
19-21 Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son knatt­spyrna, Norr­köp­ing – 5
19-21 Hlyn­ur Andrés­son, frjálsíþrótt­ir, ÍR – 5
19-21 Stein­unn Björns­dótt­ir, hand­knatt­leik­ur, Fram – 5
22-23 Vig­dís Jóns­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir, FH – 4
22-23 Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, knatt­spyrna, Breiðabliki – 4
24-25 Hilm­ar Snær Örvars­son, íþrótt­um fatlaðra, Vík­ingi – 1
24-25 Aron Ein­ar Gunn­ars­son, knatt­spyrna, Al-Ar­abi – 1

Upplýsingar eru frá  isi.is og mbl.is  

Forsíðumynd er af facebooksíðu Söru Björk.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search