Sandra Erlingsdóttir var valin besti leikmaðurinn 1. umferðar í þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem fram fór um síðustu helgi. Sandra fór á kostum þegar hún og liðsfélagar í TuS Metzingen kjöldrógu liðsmenn Sport-Union Neckarsulm, 34:20. Sandra skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar í leiknum og var makahæst á leikvellinum.
Sandra er leikstjórnandi Metzingen. Hún segir hlutverk sitt heldur hafa vaxið innan liðsins á undanförnu ári. Meiri þátttaka í varnarleiknum skilar henni mikilvægu hlutverki í hraðaupphlaupum og seinni bylgju upphlaupum þar sem hraði og útsjónarsemi Söndru fær notið sín.
„Í svona sterkri deild er þetta markmið sem maður þorir varla að setja sér,“ sagði Sandra í sjöunda himni í samtali við handbolti.is
„Næst er að halda áfram eftir þetta,“ sagði Sandra sem er á öðru ári með TuS Metzingen sem er í suðvesturhluta Þýskalands.