bærinn

Samvinna eftir skilnað – Barnanna vegna

Vestmannaeyjabær er eitt af 8 sveitarfélögum sem hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í tilraunaverkefninu, Samvinna eftir skilnað – Barnanna vegna

Verkefnið felur í sér innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu og hafa starfsmenn félagsþjónustunnar í Vestmannaeyjum nú lokið námskeiði og öðlast SES ráðgjafaréttindi. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem ætlað er að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita. Markmið verkefnisins byggir á því að foreldrar fái ráðgjöf og þjálfun til að draga úr ágreiningi sem og að stuðla að betri foreldrasamvinnu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Samvinna eftir skilnað var upphaflega þróað í Danmörku

Efnið byggist á nýjustu þekkingu, sem byggir á bæði rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Rannsóknir hafa sýnt marktækan mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Það hefur einnig ýtt undir betri foreldrasamvinnu og meðal annars leitt til þess að foreldrar sem gengið hafa gegnum umrætt námskeið upplifa minni streitu og taka töluvert færri veikindadaga frá störfum sínum en ella.

Allt þetta bendir til þess að námskeið sem þetta komi foreldrum og börnum þeirra til góða

Verkefnið snýr annars vegar að aðgangi foreldra af rafrænu námskeiði og hins vegar að hópnámskeiði eða viðtalsráðgjöf hjá SES ráðgjöfum Vestmannaeyjabæjar. Nýjar danskar rannsóknir benda til verulegs ávinnings af því að nota þessa rafrænu fræðslu, auk ráðgjafar og námskeiðshalds fagfólks hjá sveitarfélögunum.

Foreldrum 0-18 ára barna í Vestmannaeyjum sem standa í skilnaði eða hafa gengið í gegnum skilnað/sambúðarslit stendur nú til boða að sækja um þessa þjónustu. Hægt er að sækja um í gegnum mínar síður inn á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, senda póst á ses@vestmannaeyjar.is eða hafa samband við starfsmenn félagsþjónustu.

Starfsmenn félagsþjónustunnar hlakka til að taka þátt í þessu verkefni og vonast eftir góðum viðbrögðum.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórssin

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search