Halldór B. Halldórsson

Samþykkt óbreytt fyrirkomulag

Lögð var fyrir bæjarráð gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, lóðaleigu, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2022

Jafnframt voru lögð fram drög af reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum, sem er í framhaldi af 3166. fundi bæjarráðs.

Samþykkt óbreytt fyrirkomulag

Bæjarráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag afsláttarkjara til handa elli- og örorkulífeyrisþegum við álagningu fasteignagjalda á árinu 2022, eins og tekjuáætlun fjárhagsáætlunar ársins gerir ráð fyrir.

  • Viðmiðunartekjur einstaklinga verði 5,5 m.kr. fyrir fullan afslátt og afsláttur lækki í þrepum eftir hækkun tekna upp í 6,0 m.kr.
  • Fyrir hjón nemi viðmiðunartekjur 7,5 m.kr. fyrir fullan afslátt sem lækkar í þrepum eftir hækkun tekna upp í 8,5 m.kr.
  • Veittur verði flatur 85% afsláttur af sorpeyðingargjöldum og lóðaleigugjaldi til handa öllum þeim sem náð hafa ellilífeyrisaldri 67 ára og eldri.

Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa H og E lista gegn einu atkvæða fulltrúa D lista.

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttir fulltrúa D listans segir: 

Þegar meirihluti H og E lista tók við var fallið frá fyrri ákvörðun Sjálfstæðisflokksins um niðurfellingu fasteignaskatts á 70 ára og eldri.

Í stað þess ákvað meirihluti H og E lista að veita tekjutengdan afslátt á þennan hóp líkt og áður hefur verið gert fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.

Aldrei á kjörtímabilinu hefur það tekjuviðmið verið uppreiknað gagnvart vísitölu og því hafa nýjar álögur á þennan hóp verið teknar upp sem hafa vaxið síðustu 3 ár.

Undirritaðri þykir slæmt að ekki sé áhugi hjá meirihlutanum að draga úr skattpíningu eldri borgara frekar og auðvelda þeim um leið að dvelja sem lengst í heimahúsum.

 

Í bókun frá Njáli Ragnarssyni og Jónu Sigríði Guðmundsdóttur fulltrúm H og E lista segir: 

Ótrúlegt er að fulltrúi sjálfstæðisflokksins skuli á fjórða ári kjörtímabilsins enn leggja til að sveitarfélagið brjóti lög. Mikilvægt er að halda því til haga að eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp njóta allir 67 ára og eldri afsláttarkjara af ákveðnum þjónustugjöldum sem ekki var í tíð sjálfstæðisflokksins sem miðaðist við 70 ára og eldri.

Afsláttur af fasteignagjöldum er skv. lögum hugsaður fyrir tekjulága eldri borgurum og öryrkjum. Tekjuviðmið Vestmannaeyjabæjar eru hærri en gengur og gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum og var sú upplýsta ákvörðun tekin á sínum tíma. Þá má sömuleiðis benda á að með ýmsu móti hefur þjónusta við elstu íbúa bæjarins verið aukin á undanförnum árum sem skilar því að samkvæmt þjónustukönnun Gallup er Vestmannaeyjabær í öðru sæti á landsvísu hvað varðar ánægju með þjónustu við eldri borgara.

Þá vekur það furðu að sami fulltrúi sjálfstæðisflokksins sem hefur ítrekað ekki getað stutt það að frysta leikskólagjöld, fæðisgjöld og gjöld vegna frístundar sem gagnast fjölskyldum í bænum skuli nú leggja til hækkun þessara tekjuviðmiða sem felur í sér umtalsvert meiri kostnað fyrir sveitarfélagið en frysting ofangreindra gjalda.

Hildur Sólveig bókar þá á ný:

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram 2 ágætar hagræðingartillögur við vinnslu fjárhagsáætlunar sem meirihluti hafnaði. Þær gætu hæglega dregið úr áhrifum af því tekjutapi sem hlýst af þessari ákvörðun. Líkt og margoft hefur komið fram í bókunum Sjálfstæðisflokksins er ráðuneytið ekki dómstóll og reyndi aldrei formlega á lögmæti ákvörðunarinnar. Mikilvægt er að öllum eldri borgurum sé auðveldað enn frekar að búa í heimahúsum.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search