11.06.2020
Það var tekist á í umræðu um kaup á húsnæði Íslandsbanka við Kirkjuveg á bæjarstjórnarfundi núna í kvöld. Samþykkt var að lokum að kaupa Íslandsbankahúsið við Kirkjuveg. Greidd voru fjögur atkvæði frá meirihluta H og E – listans gegn þremur atkvæðum frá minnihluta Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan er partur úr minnisblaði sem farið var yfir þessi kaup og kostnað. En sem virðist ekki vera fullnægandi að mati fulltrúm minnihlutans ( XD )
Meirihluti E- og H-lista lagði til að starfsemi umhverfis- og framkvæmdasviðs verði komið fyrir í gamla Ráðhúsinu ásamt stjórnsýslu- og fjármálasviði bæjarskrifstofanna, sem þegar liggur fyrir ákvörðun um.
Jafnframt leggir meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg og hluti þess seldur til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyjabæjar skv. samkomulagi þar um. Starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs verði komið fyrir á jarðhæð hússins. Við mat á kostnaði við einstaka valmöguleika, þ.e. kaup á húsnæði, endurbætur, breytingar og aðlögun að starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviði, er ljóst að kaup á húsnæði Íslandsbanka er besti kosturinn.
Aðgengi að húsinu er gott og fjöldi bílastæða við það. Nægt pláss er á jarðhæðinni og tiltölulega auðvelt að aðlaga húsnæðið að starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs. Kjallarann er hægt að nýta undir munageymslu fyrir söfn bæjarfélgagsins. Hægt er að koma starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs fyrir í húsnæðinu á skömmum tíma þar sem ekki þarf að ráðast í miklar breytingar.
Með þessari ráðstöfun sparast um 200 miljónir samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs bæjarins. Ekkert húsnæði í eigu bæjarins stendur tómt í dag, utan húsnæði 3. hæðar Fiskiðjunnar, sem er aðeins fokhelt. Fyrir er starfsemi eða önnur nýting á öllu húsnæði bæjarins. Mikilvægt er að það húsnæði sem er í eigu bæjarfélagsins verði komið í sölu eða aðra ráðstöfun um leið og losnar um hlutaðeigandi starfsemi bæjarfélagsins.
Ofangreind tillaga var lögð fram á fundinum og samþykkt af E-og H lista ( meiri hlutanum ) vegna húsnæðismálanna.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá kaupsamning um húsnæði Íslandsbanka við Kirkjuveg byggt á samkomulagi aðila.
Eftir atkvæðagreiðsluna tók Trausti Hjaltason til máls og lýsti yfir óánægju þessarra ákvörðunar fyrir hönd XD.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu i kjölfarið þar sem hún segir: Ég andvíg þessum kaupum. Það liggja ekki nægilegar upplýsingar fyrir þannig að ég geti með góðu móti samþykkt það að þetta sé skynsamleg ákvörðun, og eins og kom fram, að í máli t.d. varðandi eldhúsið, að það væri einhver teikn á lofti með útleigu, þetta eru algjörlega nýjar upplýsingar, eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður, að það ætti að leigja það, hvort það væri þá veisluþjónusta eða hvað annað. Þetta er svoltið kjarni málsins, upplýsingar liggja ekki fyrir, ástæðan að ég get ekki greitt atvæði með þessu og er andvíg þessu er einfaldlega sú að þær upplýsingar sem við höfum eru ófullnægjandi til þess að ég telji þetta vera álitlegan kost eða skynsamlegan fyrir sveitafélagið.
Íslandsbanki við Kirkjuveg – minnisblað
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúi telja að hægt sé að koma fyrir starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs á jarðhæð hússins. Samið hefur verið við Íslandsbanka sem ráðgerir að selja hæðirnar tvær auk kjallara saman.
Reiknað er með að aðrir aðilar kaupi 2.hæð (140m2). Húsnæðið er á tveimur fasteignanúmerum. Kjallari (128 fm), jarðhæð (320 fm) og hluti af 2.hæð, þar sem eru kaffistofa og starfsmannaaðstaða (137 fm) eru á einu númeri sem telur 585 fm. Skrifstofur á 2.hæð sem eru í útleigu (140 fm) eru svo á öðru fasteignanúmeri.
Bílastæði eru góð og aðgengi gott. Nægt pláss er á jarðhæð og tiltölulega auðvelt að aðlaga húsnæðið að starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs. Viðhald á húsinu er gott og ekki langt síðan ráðist var í breytingar á aðstöðunni sem nýst geta starfsemi sviðsins að miklu leyti. Fara þarf í þakviðgerðir og er reiknað með að þær kosti um 26 milljónir króna sem skiptist eftir eignahlutfalli. Kjallarann væri hægt að nýta undir skjalageymslu fyrir Héraðsskjalasafnið í Vestmannaeyjum.
Hægt væri að koma starfsemi fjölskyldu- og fræðslusviðs fyrir á skömmum tíma þar sem ekki þarf að ráðast í miklar breytingar.
Áætlaður kostnaður er 121 milljón eða um 206 þús/m2.
Hér er linkur á minnisblaðið góða.
Forsíðumynd Bjarni Sigurðsson