Samstarfsverkefnið „Aðgerðir gegn ofbeldi á tímum Covid“ – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
119663482_640817309906196_8373531730651748631_n

Samstarfsverkefnið „Aðgerðir gegn ofbeldi á tímum Covid“

29.10.2020

Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kom inn á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs kynnti samstarfsverkefnið „Aðgerðir gegn ofbeldi á tímum Covid“.

Síðastliðið sumar var sýslumanninum í Vestmannaeyjum falið að stýra tilraunaverkefni sem felur í sér að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili.

Verkefnið er ein af sjö megintillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.

 

Aðgerðateymið skipa Eygló Harðardóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Hópurinn sem samanstendur af Arndísi Soffíu Sigurðardóttir, sýslumanni í Vestmannaeyjum, Arndísi Báru Ingimarsdóttur settum lögreglustjóra og Guðrúnu Jónsdóttur yfirfélagsráðgjafa hefur hist reglubundið síðan í sumar og var m.a. haldin vinnustofa í Vestmannaeyjum í sept. sl. með þátttöku fulltrúa frá lögreglu- og sýslumannsembættum, barnaverndarnefndum, félagsþjónustum og öðrum tengdum aðilum af öllu landinu, þar sem rætt var hvernig megi efla samstarfið á milli þessara stofnana segir á vef Vestmannaeyjabæjr.

Framundan hjá hópnum er áframhaldandi vinna með niðurstöður vinnustofunnar s.s. útfærsla á ýmsum verklagsreglum og fræðsla og ráðgjöf frá Persónuvernd.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is