Samn­ing­ur um Herjólf end­ur­skoðaður

Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja hef­ur fall­ist á ósk Vega­gerðar­inn­ar um end­ur­skoðun á þjón­ustu­samn­ingi um ferju­sigl­ing­ar á milli lands og Eyja vegna breyttra for­sendna.

Málið snýst um viðbót­ar­kostnað vegna meiri mönn­un­ar skips­ins en gert var ráð fyr­ir þegar samið var.

Sam­göngu­stofa krafðist þess að fleiri menn yrðu í áhöfn nýja Herjólfs, þegar mönn­un­in var end­ur­skoðuð, en gert var ráð fyr­ir í þjón­ustu­samn­ingi Vega­gerðar­inn­ar við Vest­manna­eyja­bæ um ferju­sigl­ing­ar. Kostnaður Herjólfs ohf. er því mun meiri en gert var ráð flyr­ir og er ein helsta ástæðan fyr­ir mikl­um ta­prekstri fé­lags­ins í ár. Vest­manna­eyja­bær tel­ur að ríkið eigi að greiða þenn­an auka­kostnað. Vega­gerðin viður­kenn­ir breytt­ar for­send­ur en vís­ar til annarra ákvæða og fyr­ir­vara þar sem fram kem­ur að greiðslur þurfi að vera inn­an fjár­veit­inga. Þess vegna ákvað Vega­gerðin að óska form­lega eft­ir end­ur­skoðun samn­ings.

 

Frá þessu er greint á vef morgunblaðsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is