Samkomubann komið á Ísland – framhaldskólar og háskólar loka – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-03-13 at 11.07.41

Samkomubann komið á Ísland – framhaldskólar og háskólar loka

13.03.2020 kl 11:30

ATH þetta hefur ekki áhrif á farþegafjölda í Herjólfi.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en hundrað manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan ellefu.

Þá hefur verið ákveðið að takmarka skólastarf í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi. Kennsla í háskólum og framhaldsskólum skal felld niður um allt land. Í leik- og grunnskólum verður sett á hámark á fjölda nemenda í kennslu í sömu stofu og tryggt að nemendur séu í sem minnstum hópum og aðskilin eins og mögulegt er, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga. 

„Við erum að loka háskólum og framhaldsskólum tímabundið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Hún segir að menntamálaráðuneytið hafi byrjað að undirbúa þessar aðgerðir 17. febrúar og mikið samráð hafi verið við stjórnendur háskóla og framhaldsskóla.

„Þetta er í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem slík ráðstöfun er gerð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í upphafi fundar.

Samkomubannið tekur meðal annars til verslana. Ekki verður heimilt að hafa fleiri en hundrað manns þar inni í einu. Þá tekur bannið til að mynda til ráðstefna, íþróttaviðburða, menningarviðburða, veitingastaða og skemmtana.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is