Þriðjudagur 16. apríl 2024
HSU

Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana kemur ekki til Vestmannaeyja

Yfir 150 konur þurfa nú að sækja þjónustu um krabbameinsskimun upp á land, en hingað til hefur þessi þjónusta verið í boði hjá HSU í Vestmannaeyjum

Nú hefur ríkið tekið við að þjónusta krabbameinsskimanir og því spyr Tígull: er þetta sem koma skal?

Við erum búin að senda fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og fleiri ráðherra sem tala okkar máli hér í Vestmannaeyjum og krefjast svara við þessari afturför í þjónustu og sem er með öllu óásættanleg.

Það er alveg ljóst að þetta er ekki til þess að hvetja konur í að láta tékka á sér. Umræða á sér stað inn á facebooksíðunni kvenfólk í eyjum og hefur fjöldi kvenna kvittað undir að þær hafi verið boðaðar í skimun, mikil óánægja ríkir með þessa afturför í þjónustu.

Við munum uppfæra fréttina um leið og svör frá ráðherrum berast.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search