14.02.2020
Einar og Íris buðu heimilisfólki Hraunbúða í smá Valentínusarferð
Þessi hugmynd kom fyrst upp á síðasta ári þegar við vorum að ganga í gegnum erfitt ferli eftir að við misstum elsku Kolbein Aron okkar. Við fundum fyrir svo miklum samhug frá bæjarfélaginu þegar Kolli lést að við vorum öll hálf klökk og stolt af því að vera hluti af þessu magnaða samfélagi.
Og langaði því að gera eitthvað fyrir samfélagið okkar og sýna meiri ábyrgð. Því settum við það sem okkar áramótaheit að sýna meiri samfélagsábyrgð og gefa meira af okkur.
Okkur fannst tilvalið að nýta Valentínusardaginn og bjóða heimilisfólki á Hraunbúðum í smá Valentínusarferð. Við flýttum ferðinni fram á fimmtudag þar sem veðurspáin var svo slæm fyrir Föstudaginn.
Í samstarfi með Brothers Brewery buðum við í smá rúnt um eyjuna, bjórsmakk/kynningu hjá Brothers og svo fengum við hann Jarl okkar til þess að koma upp í rútu og taka 2 klassísk lög ( smá svona Bekkjarbílastemmning)
Jóhann Guðmundsson einn eiganda af Brothers Brewery tekur undir sama streng:
Það hefur verið megin markmið The Brothers Brewery frá upphafi að sýna samfélagslegaábyrgð og reyna allt sem við getum til að gera samfélagið í eyjum betra og það var því frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni með Eyjatours. Dagurinn var frábær og mikið var þetta skemmtilegt. Við stefnum að því að gera þetta árlegt héðan af.
Okkur langar til þess að nýta tækifærið og kynna fyrir eyjamönnum að við vorum að fjárfesta í splunkunýrri 30 manna rútu, sem er hlaðin öllum helstu þægindum. Ef ykkur eða fyrirtækinu ykkar vantar skutl þá getum við annast það.