Föstudagur 23. febrúar 2024
Herjólfur - Heimir Hoffritz

Sagan endalausa

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð fyrir hvað ég stend eftir að ég ákvað að taka þátt í prófkjörinu í Vestmannaeyjum. Ég hef víst skoðun á flestu en er hins vegar raunsæ þegar kemur að takmörkunum mínum til að ræða málefni sem ég hef einfaldlega ekki nógu mikið vit á. Þannig að næstu daga ætla ég að setja hér fram þau málefni sem eru mér hugleikin.

Samgöngumálin
Það fyrsta sem ég, sem íbúi Vestmannaeyjabæjar, horfi til er að við getum gert betur hvað varðar stjórnun samgöngumála. Það er ekki eðlilegt að bærinn logi stafnanna á milli þegar Herjólfur er ræddur, að illa gangi að slökkva elda innanbúðar hjá Herjólfi. Starfsemin var gagnrýnd þegar Eimskip hafði samninginn en maður spyr sig í dag hverju breytingarnar, sem áttu að vera til batnaðar, skiluðu? Ég vann sjálf á Herjólfi fyrir um 20 árum, þegar Lalli var skipstjóri og kynntist stjórnuninni og hvernig hugsunin var þá. Hins vegar erum við sjálf orðin kröfuharðari en við vorum fyrir 20 árum þegar við horfum á samgöngurnar.
Í dag finnst okkur sjálfsögð krafa að farið sé 7 ferðir á dag í Landeyjarhöfn. Við sem eyjafólk gerum okkur þó fulla grein fyrir að yfir hörðustu mánuðina þarf að sigla í Þorlákshöfn þegar ölduhæðin er of mikil. Seinustu tvo vetur höfum við verið ótrúlega heppin og frátafir verið óverulegar.
Það sem ég vil koma á framfæri er að við verðum að hugsa fram í tímann, við getum ekki bara yppt öxlum þegar sandurinn er orðinn of mikill og á sama tíma er sjólagið óhagstætt, ég hef t.d. frá áramótum stefnt á að fara til Reykjavíkur með dóttur mína en þar sem við erum einfaldlega of góðu vanar til að leggja saman í Þorlákshafnarferð þá bíðum við ennþá eftir nokkuð öruggum degi, samt með smá fyrirvara til að fara. Og ef við horfum svo framhjá náttúrunni þá þarf einfaldlega að setja skýrar verklagsreglur þegar kemur að stjórnun er varðar ferjuna og huga betur að upplýsingagjöf til notenda hennar á skilvirkan hátt. Það eru lausnir við öllum vandamálum og hér er frábært tækifæri til að beita sér, samfélaginu til hagsbóta.
Ég vil að samfélagið okkar sé alltaf besta útgáfan af sjálfu sér – fyrir okkur öll.

Vestmannaeyjar – verðum best.
Ragnheiður Sveinþórsdóttir

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search