Safnahelgin heldur áfram – föstudagur

Það er mikið um að vera annan dag Safnahelgar í Vestmannaeyjum

Dagurinn hefst með glæsilegri opnun samsýningar 26 félagsmanna úr Lista- og menningarfélaginu sem hafa lagt undir sig 3. hæðina að Ægisgötu 2, á hæðinni fyrir ofan Þekkingarsetrið í Fiskiðjunni. Sýningin ber heitið Ljóðræn list að vetri og opnar kl. 16:00 í dag. Sýningin er sölusýning og verður opin til kl. 18:00 og síðan laugardag og sunnudag kl. 13-17.

Kl. 16:00-17:00 mun Frosti Gíslason verkefnisstjóri og hugmyndasmiður FabLab taka á móti gestum og gangandi og sýna hina nýju og frábæru aðstöðu sem búið er að koma upp fyrir smiðjuna á 3. hæðinni að Ægisgötu 2. Um að gera að slá tvær flugur í einu höggi, skoða samsýninguna og heimsækja FabLab á sama stað.

Kl. 17:00 er einstaklega áhugaverð dagskrá í Sjóminjasafni Rabba, Þórðar Rafns, á Flötunum. Þar munu Kristín Ástgeirsdóttir og Kristinn R. Ólafsson ræða um Óla í Bæ afa sinn og pabba, en hann var einn þekktasti bátasmiður Vestmannaeyja. Marinó Sigursteinsson fjallar um mögulega eina varðveitta bátinn sem lifir af smíði Óla, en hann, Rabbi og fleiri sóttu bátinn nýlega til Vopnafjarðar og verður hann til sýnis á Sjóminjasafninu alla helgina. Frítt verður inn á safnið í tilefni Safnahelgar laugardag og sunnudag kl. 13-16.

Kl. 20:30 færum við okkur upp í Eldheima þar sem einn þekktasti spennusagnahöfundur landsins, Sólveig Pálsdóttir, kynnir og les úr nýrri skáldsögu sinni, Skaði, en sögusviðið er Vestmannaeyjar. Jafnframt verður boðið upp á óvænt tónlistaratriði og léttar veitingar. Kvöldinu lýkur með því að Gísli Matthías Auðunsson kynnir kjörgripinn Slippurinn, þar sem sagan á bak við Slippsævintýrið er rakin í bland við ævintýralegar uppskriftir stjörnukokksins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is