Mánudagur 28. nóvember 2022

Safnahelgin 2022 var fjölbreytt að vanda og vel mætt á flesta viðburði hennar

Enda þótt veður væri nokkuð rysjótt á laugardeginum stóð hann upp úr hvað góða aðsókn varðaði, sagði Kári Bjarnason forstöðumaður safnahúss í samtalið við Tígul.

Dagurinn hófst með skemmtilegri dagskrá í Safnahúsinu þar sem barnabókahöfundarnir Iðunn Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir kynntu Bekkinn minn, bókaseríu sem slegið hefur í gegn hjá yngstu lesendunum undanfarin ár.

Á svipuðum tíma voru heldur eldri gestir í Ráðhúsi Vestmannaeyja þar sem sex ræðumenn fjölluðu um ævi og örlög Gísla J. Johnsen, eins mesta athafnaskálds sem Eyjarnar og jafnvel landið allt hafa alið.

Um kvöldið kynntu Einar Kárason og Yrsa Sigurðardóttir nýjustu bækur sínar í Eldheimum.

Allir þessir viðburðir voru gríðarlega vel sóttir sem og síðasti dagskrárliðurinn, um Gunnar Ólafsson á Tanganum. Sú dagskrá fór fram í Safnahúsinu og stóðu afkomendur Gunnars að dagkránni ásamt Helga Bernódussyni.

Framundan er að fá fleiri bókakynningar og verður þar á meðal vonandi Kristinn R. Ólafsson með nýja bók sína, Þær líta aldrei undan sagði Kári að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is