Safnahelgi – Menningarveisla þessa og næstu helgi | Tígull.is - Fréttir og Viðburðir í Vestmannaeyjum
Eyjar

Safnahelgi – Menningarveisla þessa og næstu helgi

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember.

Fljótlega varð þetta að Safnahelgi og nú dugar ekki minna en tvær helgar. Hefst hún í dag og verður hátíðin sett kl. 18.00 við Stafkirkjuna.

Dagskráin í ár er unnin í samráði við 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyja og er því umfangsmeiri en verið hefur. Þessa helgi stendur hún fram á sunnudag. Um næstu helgi er byrjað á föstudaginn 15. nóvember og síðasti dagskrárliðurinn er sunnudaginn 17. nóvember.

Eins og áður er Safnahelgin mikil menningarveisla í tónum, tali og myndlist og fróðlegum erindum. Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrána sem er að finna á öllum vefmiðlum í Vestmannaeyjum og heimasíðum Vestmannaeyjabæjar og Safnahúss.

Segja má að Menningar- og listvinafélagið þjófstarti með opnun á sýningu í Einarsstofu í Safnahúsi kl. 17:00 í dag. Er þetta samsýning í anda Júlíönu Sveinsdóttur sem var ein merkasta listakona Vestmannaeyja og landsins alls á fyrri hluta 20. aldar. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00 til 18:00.

Sjálf setningin verður að venju við Stafkirkjun þar sem séra Viðar Stefánsson verður með hugvekju og Guðný Tórshamar syngur nokkur lög við eigin undirleik. Hátíðin heldur áfram á morgun, föstudag og sunnudag og líka um aðra helgi þar sem marg forvitnillegt verður í boði.

Fleiri viðburðir eru framundan í mánuðinu á vegum afmælisnefndar. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 13:00 verður í Landakirkju sameiginleg messa allra söfnuða í Vestmannaeyjum. Á eftir er kaffisamsæti í Safnaðarheimili. Landsþekktir söngvarar syngja í messunni og í kaffisamsætinu.

Seinna sama dag verður söngskemmtun og kaffisamsæti að Hraunbúðum í boði Vestmannaeyjabæjar.

Sunnudagur 1. desember kl. 20:00 í Eldheimum halda Katrín Halldóra og Pálmi Sigurhjartarson tónleika þar sem lög sem Ellý Vilhjálms gerði fræg á síðust öld verða á dagskránni og fleiri lög.
Opnunartími safnanna um Safnahelgi: Sagnheimar, byggðasafn: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Ókeypis aðgangur. Eldheimar: Opið alla daga kl. 11-17. Sea Life Trust: Opið alla daga kl. 13-16.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Einn mánuður síðan Þóranna og Steingrímur fóru til Kenía, það er búið að vera mikið um að vera hjá þeim
Fólkið bakvið lista- & menningarfélagið: Kíktum á vinnustofuna hennar Elínar Árnadóttur
Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt á föstudag: Bói Pálma, Halldór Sveins og Jói Myndó í Einarsstofu
Sólskáli á leið upp í loft í nótt
Dugnaður var með hinn árlega fjölskyldutíma í gær
Hvað gerir maður í svona veðri?

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1300 x 400 px 
  • Auglýsing hægra megin 300 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X