Föstudagur 1. desember 2023
Eyjar

Safnahelgi – Menningarveisla þessa og næstu helgi

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember.

Fljótlega varð þetta að Safnahelgi og nú dugar ekki minna en tvær helgar. Hefst hún í dag og verður hátíðin sett kl. 18.00 við Stafkirkjuna.

Dagskráin í ár er unnin í samráði við 100 ára afmælisnefnd Vestmannaeyja og er því umfangsmeiri en verið hefur. Þessa helgi stendur hún fram á sunnudag. Um næstu helgi er byrjað á föstudaginn 15. nóvember og síðasti dagskrárliðurinn er sunnudaginn 17. nóvember.

Eins og áður er Safnahelgin mikil menningarveisla í tónum, tali og myndlist og fróðlegum erindum. Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrána sem er að finna á öllum vefmiðlum í Vestmannaeyjum og heimasíðum Vestmannaeyjabæjar og Safnahúss.

Segja má að Menningar- og listvinafélagið þjófstarti með opnun á sýningu í Einarsstofu í Safnahúsi kl. 17:00 í dag. Er þetta samsýning í anda Júlíönu Sveinsdóttur sem var ein merkasta listakona Vestmannaeyja og landsins alls á fyrri hluta 20. aldar. Félagið verður með opið hús að Strandvegi 50 (Hvíta húsinu) helgina 9.-10. nóv. kl. 16:00 til 18:00.

Sjálf setningin verður að venju við Stafkirkjun þar sem séra Viðar Stefánsson verður með hugvekju og Guðný Tórshamar syngur nokkur lög við eigin undirleik. Hátíðin heldur áfram á morgun, föstudag og sunnudag og líka um aðra helgi þar sem marg forvitnillegt verður í boði.

Fleiri viðburðir eru framundan í mánuðinu á vegum afmælisnefndar. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 13:00 verður í Landakirkju sameiginleg messa allra söfnuða í Vestmannaeyjum. Á eftir er kaffisamsæti í Safnaðarheimili. Landsþekktir söngvarar syngja í messunni og í kaffisamsætinu.

Seinna sama dag verður söngskemmtun og kaffisamsæti að Hraunbúðum í boði Vestmannaeyjabæjar.

Sunnudagur 1. desember kl. 20:00 í Eldheimum halda Katrín Halldóra og Pálmi Sigurhjartarson tónleika þar sem lög sem Ellý Vilhjálms gerði fræg á síðust öld verða á dagskránni og fleiri lög.
Opnunartími safnanna um Safnahelgi: Sagnheimar, byggðasafn: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Ókeypis aðgangur. Eldheimar: Opið alla daga kl. 11-17. Sea Life Trust: Opið alla daga kl. 13-16.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is