Föstudagur 23. febrúar 2024

Sæunn Magnúsdóttir gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðiflokksins í Vestmannaeyjum

Samstaða

Að alast upp í Vestmannaeyjum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tel mikinn sannleik fólginn í orðatiltækinu að vita ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur þar sem ég áttaði mig ekki á því hversu dýrmætt það er að alast upp, búa og starfa í eins þéttu og kröftugu samfélagi og Vestmannaeyjum fyrr en ég flutti til Reykjavíkur til þess að sækja mér menntun og á þeim tíma leitaði hugurinn mikið heim.

Ég lét þó ekki staðar numið þar og elti manninn minn til Ítalíu þar sem hann starfaði í eitt ár og áttaði mig á því að þrátt fyrir blíðskaparveður allan ársins hring, fallegt umhverfi og skóbúð á hverju horni að heima er best. Ég var svo heppinn að atvinna mannsins míns gerir honum kleift að búa hvar sem honum þóknast í heiminum og fyrir rúmum áratug tókst mér að selja honum þá hugmynd að við myndum hvergi hafa það betra en í Vestmannaeyjum.

Að mínu mati hefur þó aðeins fallið á ljóma eyjanna síðustu ár. Hljóðið í fólki er þyngra og skal þar engan undra vegna hrakninga síðstu ára en það sem verra er að samstaðan sem við eyjamenn erum þekktir fyrir hefur dvínað. Það er mikilvægt að við komum fram sem ein heild út á við og stöndum sameinuð frammi fyrir þeim stóru áskorunum sem framundan eru. Þannig verður röddin skýrari, skarpari og líkegri til árangurs. Þrátt fyrir að mörgu góðu hafi verið áorkað síðustu ár er að sama skapi margt sem betur má fara.

Framundan eru spennandi og krefjandi tímar þar sem halda þarf vel á spöðunum og sækja fram þar sem sóknarfæri skapast en á sama tíma þarf að standa vörð um það sem þegar hefur verið áorkað. Þátttaka er forsenda þess að geta haft áhrif og því hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarskosningum.

Stöndum saman!
Með vinsemd og virðingu,
Sæunn Magnúsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search