08.09.2020
Sæþór Páll Jónsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍBV.
Sæþór Páll er 19 ára eyjapeyi sem hefur síðustu ár leikið með 3.flokki og U-liði félagsins og staðið sig með mikilli prýði.
Hann hefur upp á síðkastið æft vel með liðinu og er klár í slaginn fyrir veturinn.
Við erum ánægð með að hafa tryggt okkur krafta Sæþórs Páls áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs! Segir í tilkynningu frá ÍBVsport