Sunnudagur 25. febrúar 2024
Vestmannaeyjabær Guðmundur Gíslason

Sæstrengur VM3 ónothæfur

Múffa gaf sig í tengivirki á mánudagsmorgun með þeim afleiðingum að sæstrengur VM3 er ónothæfur. Notast er við VM1 sem getur flutt 7Mw af orku og með því eru keyrðar ljósavélar. Búið er að skerða hitaveitu og varmadælustöð og fiskvinnslustöðvarnar eru keyrðar á lágmarks afli. Almannavarnarnefnd fundaði í um málið síðar sama dag en ásamt nefndarmönnum sat Ívar Atlason frá HS veitum fundinn.

Á fundinum kom fram að Landsnet hafði áður greint frá því að færanlegar varaaflsstöðvar yrðu staðsettar þar sem þeirra er þörf á hverjum tíma, þ.á.m. í Vestmannaeyjum. Einnig koma fram að í fyrri viðræðum við Landsnet hafði verið rætt um að staðsetja varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum yfir vertíðartímann. „Engar efndir hafa orðið á því en nefndin samþykkir að óska tafarlaust eftir fundi með Landsnet vegna stöðunnar og pressa á að færanlega varaaflsstöðvar verði fluttar til Vestmannaeyja sem fyrst, “ segir í fundagerðinni.
Þá var rætt um möguleikann á því að fá varðskip til flutninganna. „Formaður og varaformaður munu hafa samband við Landsnet og óska tafalaust eftir fundi vegna stöðunnar og eftir atvikum uppfræða almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landhelgisgæsluna vegna málsins.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search