Þriðjudagur 16. apríl 2024

Rúnar Kárason hefur samið við ÍBV til þriggja ára

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára

Hann mun ganga til liðs við ÍBV eftir yfirstandandi tímabil hjá liði hans Rise-Esbjerg HH í dönsku úrvalsdeildinni.

Rúnar er virkilega öflug örvhent skytta sem flestir handknattleiksáhugamenn ættu að kannast við. Hann er fæddur árið 1988, alinn upp hjá Fram í Safamýri en þar lék hann frá unga aldri þangað til hann hélt út í atvinnumennsku árið 2009.

Á erlendri grundu hefur Rúnar leikið með Fusche Berlin, Bergischer HC, Grosswalstadt, Rhein Neckar Löwen, TSV Hannover-Burgdorf og nú síðast Rise-Esbjerg HH þar sem hann leikur í dag. Rúnar hefur átt flott tímabili með danska liðinu og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Danaveldi. Rúnar á að baki langan landsliðsferil en hann lék 100 leiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 243 mörk.

Rúnar kemur til Eyja ásamt konu sinni Söru Sigurðardóttir og tveimur börnum þeirra.
Við erum mjög ánægð með að hafa tryggt okkur krafta Rúnars fyrir komandi ár, en gæði hans og reynsla munu styrkja liðið okkar vel í átökunum í Olísdeild karla.

Við bjóðum Rúnar og fjölskyldu hjartanlega velkomin til Eyja og hlökkum mikið til samstarfsins segir að lokum í tilkynningu frá ÍBV handboltanum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search