Föstudagur 30. september 2022

Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

Rúnar Gauti Gunnarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki leikmanna 21 árs og yngri

Rúnar Gauti vann Brynjar Hauksson 2:0 en mótið var haldið á Billiardbarnum í Reykjavík. Auk bikars, fékk Rúnar Gauti glæsilegan Woods snókerkjuða í sigurverðlaun. Þrátt fyrir mikinn snókeráhuga í Vestmannaeyjum er hægt að telja Íslandsmeistaratitlana á fingrum annarrar handar.

Þannig varð Eðvarð Matthíasson Íslandsmeistari 1993 en þeir Kristján Egilsson og Páll Pálmason urðu báðir Íslandsmeistarar öldunga fyrir nokkrum árum.

Á meðfylgjandi mynd er Pálmi Einarsson, forseti Billiardsambands Íslands að afhenda Rúnari Gauta sigurverðlaunin.

Myndin er af Facebooksíðu Billiardsambandsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is