Rosalega ánægð með frábær viðbrögð íbúa

Bílaþvottastöðin Löður hefur nú opnað sína fyrstu þvottastöð í Vestmannaeyjum. Í samtali við Hörð Inga Þórbjörnsson rekstrar- og þjónustustjóra Löðurs sagði hann hugmyndina að koma með Löður til Vestmannaeyja hafi vaknað fyrir þó nokkru síðan. Seinkun hafi verið á henni vegna nokkurra þátta, eins og vatnsveitunni.  „Okkur fannst ekki gáfulegt að fara að sóa fullt af vatni hér á meðan allir áttu að spara það,“ sagði Hörður í samtali við Tígul. „Uppbyggingin á húsinu hófst síðasta vor og var planið að opna stöðina í lok ágúst 2023.  Það er mikil vatnsnotkun í þessum rekstri og við vildum ekki vera að koma til Eyja á skjön við það sem almannavarnir voru að ráðleggja fólki að spara vatn. Svo er þannig þegar maður er með nýtt hús þá þarf að bíða eftir allskonar leyfum og jú díla við frostið og annað.“

Hörður sagði þau vera mjög spennt að vera loksins búin að opna. „Við erum rosalega spennt að vera búin að opna í dag. En það en smá eftir, eins og malbika hér fyrir framan en það kemur í vor. Við erum rosalega ánægð með frábær viðbrögð íbúa sem hafa eingöngu verið jákvæð.“

Hörður sagði stöðina alveg sjálfvirka og því opna allan sólahringin. „Þú getur farið í áskrift og þá farið eins oft og þú vilt í mánuði að þrífa bílinn þinn. Og ef þú ert með fleiri en einn bíl á heimilinu þá er 50% afsláttur á bíl númer tvö.

  Það eru í raun þrjár leiðir til að greiða. Sú fyrsta er þessi gamla góða með korti áður enn þú ferð með bílinn í gegn. Önnur leið er að nota appið hjá Löður og sú síðasta er að skrá bílnúmer inn í appið Parka og þá einfaldlega keyrir þú að og myndavélin les bílnúmerið og þú ert tilbúin í þvott.

  Einnig verður hægt að nota Orkulykilinn og nýta afslátt sem býðst með honum en sú tenging er ekki enn virk. Við erum að vinna í henni.“

Til viðbótar við Löður stöðina hér í Eyjum gildir áskriftinn einnig í fimm stöðvum í höfuðborginni. 

 Að lokum var Hörður með smá ábendingu til að fá sem best þrif í stöðinni yfir vetramánuðina. „Gott er að taka mesta snjóinn af bílnum áður enn þú ferð með bílinn inn í stöðina, þá nær vélin að þrífa bílinn betur.“ 

Stöðvarstjóri Löðurs í Vestmannaeyjum er Ólafur Haukur Hansen. Hann tók einnig þátt í því að reisa húsið. Við hentum á Óla nokkrum laufléttum spurningum til að kynnast honum aðeins betur.

 

Ólafur Haukur stöðvarstjóri Löðurs í Eyjum

Fjölskyldan; Sandra, Heiðbjört Líf, Dagbjört Ýr, Ólafur Haukur og Lilja Rut fremst.

 

Nafn: Ólafur Haukur Hansen

Fjölskylda: Sandra Gísladóttir,  Dagbjört Ýr og Heiðbjört Líf og Lilja Rut fósturdóttir mín.

Aldur: 41

Menntun: Blikksmiður 

Fæddur og uppalinn: 

109 Seljahverfi

Starf: Umsjónarmaður Löður í Eyjum og sjálfstætt starfandi blikksmiður í húsklæðningu og þökum.

Áttu mörg systkini? Við erum fimm  systkinin og ég er nr. 2 í röðinni.

Af hverju Vestmannaeyjar? Því ég kynnist ÍBV í handbolta 1998 og hélt ennþá sambandi, langaði í sumarhús í þorpi ekki sveit og keypti mína fyrstu eign 2015 í Eyjum, Háaskála. Ég kynnist svo Söndru Gísladóttur sumarið 2021 og í ársbyrjun 2022 byrjum við að hittast. 

Hvað finnst þér best við Vestmannaeyjar? Samstaðan og jákvæðnin. Þegar ég kaupi fyrsta húsið þá er allir tilbúnir að hjálpa hvort sem það sé helgi eða ekki. Flestir höfðu gaman að því að sjá eitthvað gerast í húsinu.

Hefuru verið á þjóðhátíð? Já, fór fyrst árið 2001 á þjóðhátíð

Eitthvað að lokum: Ótal margir hafa komið í heimsókn og spurt út í þvottastöðina. Fólk er allmennt jákvætt og spennt fyrir henni. Margir komnir í áskrift og fer þeim ört fjölgandi. Til að mynda fóru 100L af tjöruhreinsir fyrsta daginn. Á fimmtudaginn milli kl. 12 og 16 ætla ég svo að vera í Tvistinum og aðstoða fólk við að setja inn appið hjá sér. Þannig að endilega kíkið á mig.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search