KAKAN:
Hráefni:
4 egg
200 g sykur
200 g suðusúkkulaði
200 g smjör
1 dl hveiti
5 stk. Rommý
Aðferð:
Þeytið saman egg og sykri, þar til það er létt og ljóst. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman. Blandið súkkulaðiblöndunni við eggjablönduna ásamt hveitinu.
Smyrjið 26 cm form með miklu smjöri. Hellið deiginu í og fleygið einum og einum Rommýbita ofan á. Bakið við 180° á blæstri í 30 mínútur. (Kakan á að vera blaut)
KREMIÐ:
Hráefni:
240 g Rommý (10 stk.)
1 dl rjómi
Aðferð:
Bræðið saman og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.