Þriðjudagur 16. apríl 2024

Rólegt yfir starfsemi hafnarinnar

01.12.2020

Nú í haust hefur verið heldur rólegt yfir starfsemi hafnarinnar.
Andrés Sigurðsson yfirhafnsögumaður fer hér yfir starfsemi hafnarinnar.
Frekar lítið hefur verið um skipakomur sem skýrist helst af því að rólegt hefur verið yfir veiðum uppsjávarskipa, því þegar þessum stóru og öflugu skipum er beitt á fullu fer starfsemi hafnarinnar alveg á fullt sving rétt eins og samfélagið allt.
Þá mæta fraktskipin til að flytja út afurðirnar sem eru, frystivara, lýsi og fiskimjöl. Aðeins hefur þó verið að lifna yfir þessu hjá okkur undanfarna daga, hefur síld verið landað hér undanfarið bæði hjá Ísfélagi og Vinnslustöð.
Ágætis fiskerí hefur þó verið í bolfiskinum og vinnsla gengið vel en mest af þeim afurðum er flutt héðan með gámaskipum sem hafa viðkomu hér vikulega.
Dökkt útlit hefur verið með loðnuveiðarnar en nú voru að berast góðar fréttir af loðnustofninum og eru vonir manna að glæðast um að eitthvað verði veitt á næstu vertíð sem hefur gríðarmikla þýðingu fyrir okkur öll.
Aðeins kom eitt farþegaskip hingað s.l. sumar en áttum við von á að nýtt met yrði slegið í skemmtiferðaskipakomum, en um 100 skip höfðu boðað komu sína hingað, já höfnin hefur eins og flestir aðrir fengið að kenna á kórónuveirunni. Svo að sumarið var rólegra en til stóð, en það er sá tími sem hefur mjög annasamur hjá hafnarstarfsmönnum.
Vel lítur út með næsta sumar í farþegaskipabransanum og hafa verið bókaðar 90 komur hingað, vonum við bara að heimsfaraldurinn verði yfirstaðin og það gangi allt eftir.
Framhvæmdir við Skipalyftukannt hafa staðið yfir nú í haust og er þeim að ljúka svo vonir standa til að hann erði tekinn í notkun nú á næstu dögum, þó svo að þekjan við bryggjuna komi síðan.
Andrés Sigurðsson yfirhafnsögumaður

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search