01.08.2020
Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðast liðna nótt og engin alvarleg mál komu upp.
Þrjú fíknefnamál komu upp frá því í gær og í nótt. Öll málin voru svokölluð neyslumál. Efnið sem haldlagt var er kannabis.
Tvisvar þurfti lögreglan að hafa tal af fólki þar sem kvartað var yfir hávaða þar sem gleðskapur var í heimahúsi og truflaði þar nágranna sína.
Að öðru leyti var nóttin tíðindalaus hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Greint er frá þessu á faceboosíðu lögreglunnar:
