Við höldum áfram að undirbúa næsta tímabil og færum ykkur gleðitíðindi úr okkar herbúðum segir í tilkynningu á facebooksíðu ÍBV Handboltans.
Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV.
Róbert er á sínu fjórða tímabili hjá ÍBV en hann kom til liðs við okkur frá Akureyri árið 2017. Róbert hefur verið algjör lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár og hefur stimplað sig vel inn hérna í Eyjum.
Undanfarin ár hefur hann sýnt það og sannað að hann er einn albesti varnarmaður Olís-deildar karla.
Við erum mjög ánægð með að tryggja okkur krafta Róberts áfram og er þetta mikilvægur þáttur í að gera allt klárt fyrir átökin næstu ár.
ÍBV óskar Róberti til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!
Forsíðumynd frá Skapta Hallgríms, ljósmyndara á Akureyri.