Föstudagur 1. desember 2023

Róbert Aron & Sigurður Arnar

Tígull mun kynna leikmenn í meistaraflokki í knattspyrnu karla og kvenna í næstu blöðum sem mun einnig birtast á vefnum.

Róbert Aron & Sigurður Arnar
Nafn & aldur: Róbert Aron, 20 ára
Fjölskylda: Eysteinn Gunnarson og Íris Róbertsdóttir, systkini mín eru Gunnar Ingi og Júnía
Staða á vellinum: Ég er miðjumaður
Hver eru þín helstu áhugamál? Flest allar íþróttir.
Hvernig líst þér á hópinn fyrir sumarið? Mér líst bara helvíti vel á hópinn í ár, góð blanda af mörgum ungum leikmönnum ásamt nokkrum reynslumiklum.
Uppáhalds þættir? Suits og Prison Break
Uppáhalds matur? Allur ítalskur matur.
Get hlustað á flest alla tónlist en það fer eftir skapi hvað maður hlustar á.
Nafn og aldur: Sigurður Arnar Magnússon, 20 ára
Fjölskylda: Magnús Sigurðsson og Ester Sigríður Helgadóttir. Svo á ég tvö yngri systkini þau Rögnu Söru og Heiðmar Þór
Staða á vellinum: Miðvörður
Hver eru þín helstu áhugamál? Íþróttir og að ferðast á framandi staði.
Hvernig líst þér á hópinn fyrir sumarið? Mér líst mjög vel á hópinn, stemningin inni í klefa er frábær og við höfum verið að ná vel saman inná velli.
Uppáhalds þættir? Survivor er í miklu uppáhaldi en Prison Break eru þeir bestu frá upphafi.
Uppáhalds tónlist? Er mikill talsmaður íslenskrar tónlistar, hvort sem það er það sem er að koma út í dag eða gömlu góðu. Svo koma eyjalögin sterk inn þegar fer að líða á sumarið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is