Peyjarnir á Breka VE 61 veiddu þessa risa Lúðu í lónsdýpi í gær föstudaginn 29.nóvember. Tígull heyrði í Magnúsi Jónssyni eða Magga á Felli eins og hann er kallaður: Lúðan er yfir 200 kiló hugsa ég, en ekki er búið að vigta hana, svo fengum við aðra stóra lúðu sem var aðeins minni en þessi líka. Breki VE 61 er fyrir austan á veiðum þessa dagana og gengur ágætlega hjá þeim og áætlað er að landa næst hérna í Eyjum þiðjudag/miðvikudag.
Eins og sjá má á þessum myndum þá er þetta risa Lúða, tja nema að Maggi sé dvergur, en nei hann er alveg í eðlilegri stærð drengurinn.