Risa Grease sýning framundan ásamt Skunk Anansie, Queen Mark Martel og Todmobile

Tígull heyrði í Björgvini Rúnarssyni Eyjapeyja sem rekur fyrirtækið Teamwork Event ásamt konu sinni Margréti Ríkharðsdóttir og góðum samstarfsaðilum

Bjöggi eins og við köllum hann flest, er á leiðinni til Eyja með risa sýningu um goslokin. Að hans sögn stærsta sýning sem hefur verið ( fyrir utan Þjóðhátíð) alls koma 120 manns að þessari sýningu. 

Skunk Anansie, Queen Mark Martel og Todmobile framundan

Árið 2021 hjá Teamwork Event er mjög þétt þar sem viðburðir sem vera áttu á síðasta ári 2020 á okkar vegum voru færðir vegna C19. Um leið og veiran og Þórólfur segja GO þá fer allt á yfirsnúning með tónleikum. Meðal annars Skunk Anansie, Queen Mark Martel og Todmobile / SinfoníaNord ásamt Spandau Ballet.

Árið 2022 er svo að bókast með frábærum erlendum böndum svo eitthvað sé nefnt.
Svo er gaman að segja frá því að risa-rokkviðburður er á teikniborðinu í Apríl 2022 sem verður eitthvað sem engin má missa af.

Um 120 manns sem koma að Grease sýningunni – Ingó, Jóhanna Guðrún og Stebbi Jak

Frá Twe Live er þetta um 25 manns Ingó Veðurguð, Jóhanna Guðrún , Stebbi Jak og Stefanía Svavars eru söngvarar tónleikana ásamt hljómsveit og crew.  Og allt í allt með öllu sem koma að þessu með einum eða öðrum hætti er þetta um 120 manns.

Frumsýna í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar fá frumsýninguna um goslokin sem er frábært og okkur Möggu mjög kært, svo förum við norður á Akureyri 4.september og svo í Laugardalshöllin 23.Okt.

Forsalan ver vel af stað

Hér í bænum eru innan við 600 miðar eftir í Laugardalshöllina og Akureyri fór frábærlega af stað og er það að fyllast hægt og rólega.

Verður bara ein sýning hér í Eyjum?

Já það er planið nema allt verði vitlaust og það seljist hratt upp.

Miðasalan fyrir Vestmannaeyjar hefst þann 02.02.2021 kl 10:00 á Tix.is

Bjöggi hvetur fólk með að bíða ekki að kaupa miða því það er takmarkað miðamagn í boði og einnig eins og við þekkjum vel í Vestmannaeyjum að ef ekki seljast miðar þá er erfitt að koma með 120 manns til að halda sýningu og bara vona að fólk mæti, það er einfaldlega ekki að ganga upp. Svo kæra vinir tryggið ykkur miða og við mætum á svæðið og lofum ykkur stórkostlegri sýningu.

Og ef þessi blessaða veira verður enn á sveimi í Júlí og tónleikarnir mun ekki fara ekki af hennar völdum þá mun Tix að sjálfsögðu endurgreiða alla miða til baka.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search