Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi almannavarna vegna sýkinga af völdum COVID-19

04.10.2020

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19
Neyðarstig tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. október samhliða hertum samkomutakmörkunum. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti.
630 einstaklingar greinst frá 15. september til 4. október 
Frá 15. september til 4. október hafa um 630 einstaklingar greinst með COVID-19 innanlands. Jafnframt hefur daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví verið um 50%. Fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega hefur aukist og hafa um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda.
Í dag eru þrettán á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu og tveir á öndunarvél
Samhliða hertum samkomutakmörkunum hefur verið ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna á öllu landinu. Það er gert meðal annars á grunni þess að sýkingin er til staðar í öllum landshlutum.
Hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 25. maí
Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 25. maí. Stjórnvöld og viðbragðsaðilar hafa undanfarið unnið að miklu leyti eins og um neyðarstig væri að ræða.
Því hafa ýmsar ráðstafanir sem neyðarstig kveður á um þegar verið gerðar. Þar má nefna áætlanir um vöktun og farsóttagreiningu ásamt því að tryggja að sóttvarnaráðstöfunum sé beitt.
Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga, að huga vel að sóttvörnum og forðast mannamót að óþörfu.
Mjög áríðandi er að fólk fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, virði sóttkví og fylgi gildandi takmörkunum á samkomum.
Ofangreindar upplýsingar eru frá síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

 

Upp­lýs­inga­fund­ir nú haldn­ir á nýj­um tíma

 

Upp­lýs­inga­fund­ir al­manna­varna verða nú haldn­ir á nýj­um tíma, klukk­an 11 fyr­ir há­degi í stað klukk­an 14. Þá verða reglu­leg­ir fund­ir á mánu­dög­um og fimmtu­dög­um.

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir þetta hafa verið gert til þess að geta annað þeirri eft­ir­spurn eft­ir upp­lýs­ing­um sem skap­ast um leið og töl­ur dags­ins yfir ný til­felli kór­ónu­veirunn­ar eru birt­ar klukk­an 11 dag hvern.

„Þetta er nokkuð sem við gerðum í sam­ræðum við þá fjöl­miðla sem eru í mest­um sam­skipt­um við okk­ur. Það er alltaf gríðarleg eft­ir­spurn eft­ir upp­lýs­ing­um þarna strax klukk­an 11 og því vild­um við breyta þessu á þann veg,“ seg­ir Víðir í sam­tali við mbl.is

„Einnig hent­ar þessi nýja tíma­setn­ing bet­ur fyr­ir okk­ur sem erum að vinna í þess­um Covid-mál­um öll­um dag hvern. Við fund­um stíft yf­ir­leitt eft­ir há­degi um stöðuna hvern dag og því hentaði þessi tíma­setn­ing bet­ur.“

Mbl.is greindi frá þessu fyrr í dag, lesa má alla fréttina hér

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is