04.10.2020
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19
630 einstaklingar greinst frá 15. september til 4. október
Í dag eru þrettán á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu og tveir á öndunarvél
Hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 25. maí
Upplýsingafundir nú haldnir á nýjum tíma
Upplýsingafundir almannavarna verða nú haldnir á nýjum tíma, klukkan 11 fyrir hádegi í stað klukkan 14. Þá verða reglulegir fundir á mánudögum og fimmtudögum.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir þetta hafa verið gert til þess að geta annað þeirri eftirspurn eftir upplýsingum sem skapast um leið og tölur dagsins yfir ný tilfelli kórónuveirunnar eru birtar klukkan 11 dag hvern.
„Þetta er nokkuð sem við gerðum í samræðum við þá fjölmiðla sem eru í mestum samskiptum við okkur. Það er alltaf gríðarleg eftirspurn eftir upplýsingum þarna strax klukkan 11 og því vildum við breyta þessu á þann veg,“ segir Víðir í samtali við mbl.is
„Einnig hentar þessi nýja tímasetning betur fyrir okkur sem erum að vinna í þessum Covid-málum öllum dag hvern. Við fundum stíft yfirleitt eftir hádegi um stöðuna hvern dag og því hentaði þessi tímasetning betur.“
Mbl.is greindi frá þessu fyrr í dag, lesa má alla fréttina hér