Hraunbúðir

Næsti fundur með Heilbrigðisraðuneytinu verður á mánudaginn

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við ríkið um yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á bæjarstjórnarfundi síðastliðin fimmtudag

Um er að ræða viðræður við heilbrigðisráðuneytið um réttindi starfsfólks við yfirfærsluna og viðræður við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands um ýmis hagnýt atriði við yfirfærsluna. Viðræður við heilbrigðisráðuneytið um réttarstöðu starfsfólks ganga út á að störf og réttindi alls starfsfólks Hraunbúða verði tryggð við yfirfærsluna.

Á fundi sem haldinn var með ráðuneytinu á miðvikudaginn kom fram að fyrir liggur yfirlýsing frá heilbrigðisráðherra um flutning allra starfsmanna (utan deildarstjóra öldrunarmála) til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Ráðuneytið lagði jafnframt fram drög að samkomulagi um yfirfærslu starfsfólks, en Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð sendu athugasemdir sem til stóð að ræða við ráðuneytið á fundi í dag. Heilbrigðisráðuneytið afboðaði hins vegar fundinn og neitaði sveitarfélögunum um fund í dag, þrátt fyrir ítrekaða beiðni þeirra þar um, en ráðuneytið lagði síðar í dag til fundartíma á morgun, föstudag.

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir og Trausti Hjaltason

Sameiginleg bókun bæjarstjórnar:

Vonbrigði er að ríkið skuli ekki koma að neinu leiti til móts við kröfur Vestmannaeyjabæjar varðandi fjármögnun á rekstri Hraunbúða.

Bæjarstjórn leggur höfuðáherslu á að undirbúningur, viðræður og vinna við yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verði áfram með hagsmuni heimilisfólks og starfsfólks að leiðarljósi.

Mikilvægt er að yfirfærslan gangi eins vel fyrir sig og kostur er, en jafnframt tryggt að starfsfólk haldi störfum sínum og réttindum við yfirfærsluna. Það eru vonbrigði að heilbrigðisráðuneytið neiti að beita lögum um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti að fyrirtækjum við yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og tryggja þannig störf og réttindi starfsfólks, en drög að samkomulagi ráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um yfirfærslu starfsfólks er skref í rétta átt.

Það er eðlilegt og mikilvægt að sveitarfélögin fái tækifæri til að gera viðeigandi athugasemdir við samningsdrögin sem varðar hagsmuni starfsfólks, sveitarfélags og þjónustuþega. Hvetur bæjarstjórn heilbrigðisráðuneytið til þess að taka þátt í því að tryggja störfin og gæta réttinda þessa mikilvæga starfsfólks. Jafnframt brýnir bæjarstjórn það fyrir aðilum að ljúka þessari vinnu hratt og örugglega.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search