Rifjum upp hvernig relgur sóttkví eru

05.10.2020

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki með einkenni. Einangrun á við sjúklinga með einkenni smitandi sjúkdóms.

Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi sóttkví í heimahúsi

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum um sóttkví í heimahúsi. Aðrir á þínu heimili, sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma, geta verið samtímis í sóttkví á sama stað.

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki. Nánari upplýsingar og skýringar er að finna á vef Stjórnarráðsins og myndbandi um heimasóttkví.

Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Ef aðrir á heimilinu fara í sóttkví en ekki þú

Ef einhver á heimilinu hefur verið útsett/ur fyrir smiti og fer í sóttkví heima en ekki þú, er æskilegt að þú sért ekki á sama stað. Ef þú vilt ekki eða getur ekki farið af heimilinu er nauðsynlegt að takmarka snertingu eins og þú getur við þann sem er í sóttkví.

Staðfesting/vottorð um sóttkví

Einstaklingar þurfa að vera skráðir í sóttkví til að hægt sé að gefa út staðfestingu/vottorð um slíkt. Þeir hafa þá annað hvort farið í sóttkví vegna ferðalaga eða hafa verið skráðir í sóttkví af heilsugæslunni eða rakningateymi samkvæmt fyrirskipun sóttvarnalæknis. Gert hefur verið myndband um hvernig sótt er um vottorð inni á heilsuveru.is

Einstaklingar með rafræn skilríki geta skráð sig sjálfir í sóttkví á heilsuvera.is (eingöngu sóttkví fyrirskipuð af yfirvöldum sbr. að ofan, en ekki sjálfskipuð sóttkví). Ef einstaklingar eru ekki með rafræn skilríki þá skrá þeir sig í sóttkví á sinni heilsugæslu.

Þegar skráning er frágengin er hægt að sækja vottorð/staðfestingu um sóttkví á heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum. Vottorð vegna einangrunar þarf að nálgast hjá þínum lækni.

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví vegna heimsóknar á Íslandi / komu til landsins

Þeir sem koma til Íslands eftir að hafa verið á áhættusvæðum erlendis þurfa að fara í sóttkví. Sóttkví með tilliti til COVID-19 varir í 14 daga skv. reglum hér á landi. Sóttkví eftir ferðalag á áhættusvæði er hægt að stytta með sýnatöku til veiruleitar (PCR próf) og greiningar COVID-19 sjúkdóms við komuna til landsins og aftur að 5 dögum liðnum frá komu. Nánari upplýsingar er að finna í leiðbeiningum um sóttkví vegna heimsóknar á Íslandi.

Vinnusóttkví

Líkt og verið hefur getur sóttvarnalæknir heimilað einstaklingum, einum eða fleiri saman, sem skylt er að fara í sóttkví og eru komnir hingað til lands til starfa eða til að sinna sérstökum verkefnum að fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Með vinnusóttkví er átt við að viðkomandi geti farið til og frá vinnustað á meðan sóttkví stendur. Ákvæði um fyrirkomulag vinnusóttkvíar eru óbreytt.

Uppskipting í sóttvarnahólf

Uppskipting í sóttvarnahólf er sóttvarnaráðstöfun og ein af leiðunum til að takmarka útbreiðslu á COVID-19 á Íslandi. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um uppskiptingu í sóttvarnahólf og eiga þær við um alla hólfaskiptingu utanhúss og innandyra. Helstu reglur um skiptingu í sóttvarnahólf eru:

Fjöldatakmörkun á samkomum fer eftir ákvörðun yfirvalda hverju sinni. Frá og með 31. júlí má hvert rými innan- sem utandyra ekki taka á móti fleiri en 200 manns nema hægt sé að skipta svæðinu upp í 200 manna hólf. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.

Fylgja þarf 1 metra nándarreglu á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.

Enginn samgangur (blöndun) á að vera á milli hólfa. Það gengur þvert á tilgang fjöldatakmarkanna að hafa 200 manna hólf en mörg hólf safnist svo saman t.d. í sömu veitingasölu.

Um öll svæði gildir að gestir eiga ekki að koma inn á svæði ef þeir:

Eru í sóttkví.

Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).

Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

‍Upplýsingar eru frá covid.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search