Sunnudagur 25. september 2022
bærinn höfnin

Reykjavík kvótahæsta heimahöfnin og Vestmannaeyjar næst kvótahæsta

Reykjavík er kvótahæsta heimahöfnin á fiskveiðiárinu 2022/2023 með alls tæp 38 þúsund þorskígildistonn sem er 11,8% af heildarkvótanum. Þetta er breyting frá fyrra fiskveiðiári þó litlu hafi munað þegar Vestmannaeyjar voru stærsta heimahöfnin með 33.996 þorskígildistonn og Reykjavík var þá í öðru sæti með 33.913 tonn. Á yfirstandandi fiskveiðiári eru Vestmannaeyjar önnur stærsta heimahöfnin með rúm 35 þúsund tonn, sem er 10,9% hlutfall af heildarkvóta, og Grindavík í þriðja sæti með rúm 33.800 tonn, 10,5%. Aðrar hafnir eru ekki hálfdrættingar á þær þrjár kvótahæstu.

Fiskifréttir birti 30 kvótahæstu heimahafnirnar í morgun í vefsíðu sinni.

 

30 kvótahæstu heimahafnirnar

– Þorskígildstonn fyrir fiskveiðiárið 2022-2023 og hlutfall af heildarkvóta

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is