Fimmtudagur 18. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Reiptog yfir tjörnina

Um langt árabil skipuðu íþróttir stóran sess í dagskrá Þjóðhátíðar

Upp úr aldamótum 1900 höfðu hátíðarhöldin þróast á þá leið að kappróður var meira að segja orðinn einn dagskrárliða. Eftir kappróðurinn, sem fram fór inni í Botni, var gengin skrúðganga inn í Herjólfsdal þar sem hátíðarsvæðið hafði verið skreytt. Þá fóru fram íþróttaviðburðir eins og glíma, kapphlaup og fleira. Lengi vel var áfram keppt í frjálsum íþróttum á Þjóðhátíð þar sem öttu kappi fremstu íþróttamenn landsins í stökkum og hlaupum. Ein þeirra íþrótta sem stunduð var um tíma var reiptog þar sem tvö lið tókust á. Reiptog þetta fór þá yfirleitt fram á flötinni framan við ræðusteininn. Eins og margar aðrar íþróttir hvarf reiptogið af dagskrá hátíðarinnar.

Reiptogið endurvakið

Á níunda áratug síðustu aldar endurvöktu hins vegar Þórarar reiptogið á dagskrá sinna Þjóðhátíða en þó með örlítið breyttu sniði. Þar öttu saman kappi Þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórn Vestmannaeyja. Og í stað þess að togast á, á túni, var það gert yfir tjörnina í Herjólfsdal. Þessi dagskrárliður var hluti af dagskrá Þórara allan níunda áratuginn og þótti hin mesta skemmtun. Sagan segir hins vegar að í hvert einasta skiptið hafi bæjarstjórn endað í tjörninni við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var kannski ekki endilega af ástæðulausu. Þannig var bæjarstjórn var alltaf höfð austanmegin við tjörnina þar sem viðspyrnan var lítil sem engin. En þjóðhátíðarnefnd hins vegar vestanmegin þar sem hún gat nýtt sér spíturnar sem komið hafði verið á hlaupabrautinni sem hlauparar nýttu sér við ræsingu. Þegar bæjarstjórn uppgötvaði að brögð voru í tafli neitaði hún frekari keppni í þessu svindltogi.

Uppreisn æru?

Nú er hinsvegar þannig fyrir komið að hlaupabrautin í er ekki lengur nýtt sem slík á Þjóðhátíð og því ómögulegt að svindla. Spurningin er því hvort ekki sé kominn tími til að bæjarstjórn hljóti uppreisn æru. Okkur hér á Tígli langar því að skora á Þjóðhátíðarnefnd og bæjarstjórn að etja kappi enn á ný á föstudegi komandi þjóðhátíðar í lok setningar líkt og tíðkaðist um árabil. Við mætum í það minnsta á staðinn með reipið. Þá er bara spurning hvort keppendurnir láti sjá sig.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is