Reglur um ráðningar starfsmanna Vestmannaeyjabæjar | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
bærinn-kata

Reglur um ráðningar starfsmanna Vestmannaeyjabæjar

13.09.2020

Lögð voru fram drög að verklagsreglum um ráðningar í störf hjá Vestmannaeyjabæ. Með reglunum er verið að stuðla að auknum gæðum við ráðningar og samræma þær milli stofnana bæjarins.

Reglurnar verða kynntar forstöðumönnum stofnana á sérstökum forstöðumannafundi sem haldinn verður fljótlega og birtar á vef Vestmannaeyjabæjar í framhaldi.

 

Tilgangur þessa verklagsrega um ráðningar er til að tryggja skýrt verklag og samræmingu við ráðningarferli starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

 

Með þessu er lagður grunnur að kerfisbundnu mati á hæfni umsækjenda. Dregnir eru fram aðrir þættir en hæfni sem koma til greina við mat á umsækjendum. Þá er það einnig tilgangur með þessum verklagsreglum að auglýsingar um laus störf verði skýrari og markvissari.

Ráðningarferli og samskipti við umsækjendur hefur mótandi áhrif á ímynd bæjarfélagsins og er því mikilvægt að standa fagmannlega að ráðningarferlinu.

Umsækjendur sem fara í gegnum faglegt ráðningarferli fá tilfinninguna um að borin sé virðing fyrir þeim og styrkir það m.a. jákvæða ímynd bæjarfélagsins.

Ábyrgð hefur  framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Hér er hægt að lesa restina af reglunum.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X