13.09.2020
Lögð voru fram drög að verklagsreglum um ráðningar í störf hjá Vestmannaeyjabæ. Með reglunum er verið að stuðla að auknum gæðum við ráðningar og samræma þær milli stofnana bæjarins.
Reglurnar verða kynntar forstöðumönnum stofnana á sérstökum forstöðumannafundi sem haldinn verður fljótlega og birtar á vef Vestmannaeyjabæjar í framhaldi.
Tilgangur þessa verklagsrega um ráðningar er til að tryggja skýrt verklag og samræmingu við ráðningarferli starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.
Með þessu er lagður grunnur að kerfisbundnu mati á hæfni umsækjenda. Dregnir eru fram aðrir þættir en hæfni sem koma til greina við mat á umsækjendum. Þá er það einnig tilgangur með þessum verklagsreglum að auglýsingar um laus störf verði skýrari og markvissari.
Ráðningarferli og samskipti við umsækjendur hefur mótandi áhrif á ímynd bæjarfélagsins og er því mikilvægt að standa fagmannlega að ráðningarferlinu.
Umsækjendur sem fara í gegnum faglegt ráðningarferli fá tilfinninguna um að borin sé virðing fyrir þeim og styrkir það m.a. jákvæða ímynd bæjarfélagsins.
Ábyrgð hefur framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Hér er hægt að lesa restina af reglunum.